Tónlistin úr Star Wars Tónlistin úr öllum Star Wars myndunum gerði John Williams. Hann hefur samið mörg lög fyrir aðrar kvikmyndir, eins og Harry Potter, Indiana Jones, Jurassic Park og Jaws. Williams er orðinn frekar gamall, fæddur 8 febrúar 1932. En engu að síður er hann mjög gott tónlistarskáld og hefur unnið til fjöldamargra vinninga. Eins og ég sagði áðan sá Williams um tónlistina í öllum Star Wars myndunum og gerði það bara nokkuð vel. Allir þekkja Imperial March og Star Wars theme-ið. Ég hef verið að fara á www.radioblogclub.com og hlustað á nokkur lög úr myndunum. Maður skrifar bara lögin sem maður vill hlusta á í leitarrammann og þau koma upp. Lögin sem ég hlusta oftast á eru :
Across The Stars - Love Theme úr Episode II
Duel Of The Fates - Qui-Gon&Obi-Wan vs Darth Maul úr Episode I
Battle Of The Heroes - Anakin vs Obi-Wan úr Episode III
Victory Celebration - Fagnaðarlagið eftir fall veldisins úr Episode VI
en svo er líka hægt að finna þarna fleiri lög úr Star Wars.