Af hverju er SCIFI betra en allt annað?

Nokkuð merkilegt með scifi sjónvarpsefni hvað það hefur mikla yfirburði gagnvart öllu öðru sjónvarpsefni sem er framleitt.
Vissulega er misjafnt hvað menn hafa áhuga á og finnst skemmtilegt, en þegar maður horfir á þessa “hefðbundnu” sjónvarsþætti einsog CSI (sem er góður), Law & Justice, King of Queens, Guiding Light og alla hina sápuóperurnar þá get ég ekki annað hugsað en “Guð hvað þetta er slæmt og yfirborðskennt sjónvarpsefni miðað við góða scifi þætti.”.

Ég er núna, má segja, búinn að horfa á allar helstu scifi-seríur sem hafa verið framleiddar. Vil ég meira. Einhvernveginn finnst mér ganga ansi hægt að framleiða alvöru og góðar scifi seríur. BSG er í raun það eina sem er í gangi í dag sem er alvöru, StarGate SG1 einnig. Vil ég aðeins í þessari grein minni fara yfir þessar seríur og dæma þær að íslenskum hætti.

Er ég búinn að sjá alla þættina í:
- FarScape
- Invasion
- Odyssey 5
- Smallville
- Space, Above and Beyond
- Stargate SG1
- Stargate Atlantis
- Supernatural
- X Files
- Star Trek: TOS
- Star Trek: DS9
- Star Trek: VOY
- Star Trek: TNG
- Star Trek: ENT
- Battlestar Galactica
- FireFly
- Quantum Leap
- Threshold
- Dark Angel
- SurfaceBestu SCIFI seríurnar sem hafa verið framleiddar (í engri sérstakri röð):
- FarScape
- Stargate SG1
- Battlestar Galactica
- Star Trek: TNG
- Star Trek: DS9
- X Files
X Files eru reyndar “aquired taste”, og ekki víst að allir scifi unnendur fíli þá þar sem þeir stíla mikið inn á hið yfirnáttúrulega, en ekki geimhasar af bestu gerð.Leiðinlegast að horfa á:
- Threshold (hvar eru geimverurnar? nei, ég vil ekki sjá meira af lcd skjám hangandi upp á vegg með mynd af plánetunni…. afhverju er þetta scifi?)
- Invasion (jájá, aftur spyr ég, hvar eru þessar helv. geimverur?)
- Dark Angel (flott gella, fín pæling, en varð bara “old news”)
- Quantum Leap (gat horft á fyrstu þættina en urðu bara leiðinlegir)
- Stargate Atlantis (alltof hollywood)
- Star Trek: ENT (einhvernveginn virkaði aldrei, terrorismi og captainar sem líkjast bush hafa aldrei höfðað til mín)


Góðar SCIFI seríur sem maður getur elskað og líkað illa við:
- Smallville (kominn með smá ógeð á Clark Kent, hvolpasvipnum, og helv. væmninni, bestu þættirnir ávallt með Luthor feðgunum og þeirra plottum).
- Supernatural (ágætis þættir, lifi ekki fyrir þá)
- Star Trek: VOY (einhvernveginn er maður kominn með upp í háls af Janeway, en fínir scifi þættir sem ég fíla mjög vel).
- Surface (já, loksins eru skrímslin komin á yfirborðið. verst hvað þetta gerist allt hægt, svo mætti alveg skrifa þennan geðveika gæja sem missti bróður sinn út úr þáttunum,)


Vanmetnustu SCIFI þættirnir:
- FireFly (án efa frábærir þættir sem komu mér MJÖG á óvart. bíómyndin frábær. verst hvað þeir enduðu fljótt.)
- Space Above and Beyond (fyrstu þættirnir doldið klunnalegir, en svo þróast þeir meira og meira þar til þeir verða frábærir með gott plott. þess virði að kíkja á.)
- Odyssey 5 (enduðu áður en sagan kláraðist, en það sem maður fékk að sjá var frábært.)
- Star Trek TOS (hissa að ég segi að þeir séu vanmetnir? reyndar eru þeir ekkert vanmetnir, en ég hef tekið eftir því að margir vita um þessa þætti án þess að hafa séð þá. hvet ég menn til að þola sársaukann að horfa á gamalt en frábært sjónvarpsefni)
SCIFI seríur raðaðar eftir því hversu mikið SCIFI þær eru:
(að mínu mati er SCIFI það gerist í algjörlega öðru umhverfi en hér á jörðinni, er mikið af geimverum í, algjörlega nýr heimur, framandi hugmyndir og mikið action, drama, og auðvitað solid söguþráður).

- FarScape
- Battlestar Galactica
- Star Trek: TNG
- Stargate SG1
- Star Trek: DS9
- FireFly
- Star Trek: TOS
- Space, Above and Beyond
- X Files
- Smallville
- Star Trek: VOY
- Stargate Atlantis
- Star Trek: ENT
- Odyssey 5
- Botninn (óraðað): Quantum Leap, Dark Angel, Threshold, Surface, Invasion, Supernatural


SCIFI seríur raðaðar eftir gæði söguþráðsins:
(ath. sumir þættir einsog TNG og TOS eru ekki með heildarsöguþráðsplott líkt og DS9 eða FarScape og þessvegna er kannski ekki marktækt hvar þeir lenda í röðuninni)
- Battlestar Galactica
- Star Trek: DS9
- FarScape
- X Files
- Stargate SG1
- Star Trek: TNG
- Star Trek: VOY
- Star Trek: TOS
- Smallville
- Stargate Atlantis
- Space, Above and Beyond
- FireFly
- Star Trek: ENT
- Odyssey 5
- Botninn (óraðað): Quantum Leap, Dark Angel, Threshold, Surface, Invasion, SupernaturalMesta upplifunin og skemmtunin við að horfa á:
- FarScape
- Battlestar Galactica
- Stargate SG1
- Star Trek: DS9
- Star Trek: TNG
- X Files
- Smallville
- FireFly
- Star Trek: TOS
- Space, Above and Beyond
- Star Trek: VOY
- Stargate Atlantis
- Odyssey 5
- Star Trek: ENT
- Botninn (óraðað): Quantum Leap, Dark Angel, Threshold, Surface, Invasion, SupernaturalVönduðustu þættirnir (grafíkvinnsla, svið, leikur og annar frágangur):
- Battlestar Galactica
- FarScape
- Star Trek: DS9
- Stargate SG1
- Star Trek: TNG
- Star Trek: ENT
- Stargate Atlantis
- X Files
- Smallville
- Star Trek: VOY
- FireFly
- Star Trek: TOS
- Odyssey 5
- Space, Above and Beyond
- Botninn (óraðað): Quantum Leap, Dark Angel, Threshold, Surface, Invasion, SupernaturalEf ég mætti aðeins velja einn þátt sem þann besta, þá myndi ég segja að FarScape sé sá þáttur sem væri sá besti. Sem er kannski ósanngjarnt þar sem ég er nýbúinn að klára að horfa á FarScape og er hann enn í fersku minni. En, það er eitt sem ég lærði á því að horfa á FarScape, og það er að horfa á alla hina þættina sem ég hef séð í öðru ljósi. Spyr ég sjálfan mig t.d. þeirra spurningar hvað er SCIFI, og hvert er markmiðið með þessum þáttum.

Mitt svar við þeirri spurningu væri eitthvað í þessa áttina: SCIFI er eitthvað sem skýtur kollinum á þér á einhvern svo ótrúlegan en svo raunverulegan stað, að allt annað sýnist smámunir. Skemmtunin og upplifunin, hlátur, grátur, von og örvænting, er það sem skiptir höfuðmáli, og þó svo að margir SCIFI þættir nái því mjög vel þá er FarScape án efa sá þáttur sem nær því hvað best.Vonandi leynast einhverjir aðrir góðir SCIFI þættir þarna úti sem ég hef ekki séð áður, a.m.k. vona ég það. Einhverjar ábendingar?