Battlestar Galactica MIKILVÆT (ekki spoiler) Fyrir alla þá sem eru að hugsa um að horfa á Battlestar Galactica en er ekki byrjaðir á því og auðvitað líka þá sem hafa ekki séð BSG og vita ekki hvað það er.

Það er mjög mikilvægt að maður horfi ekki á fyrsta þátt af fyrstu seríu af “Battlestar Galactica” þegar maður byrjar að horfa á Battlestar Galactica(nýja serían ekki sú frá 1978) í fyrsta sinn.

Maður þarf að horfa á “mini seriuna” fyrst áður en maður getur byrjað að horfa á fyrsta þátt af fyrstu seríu sem heitir “Thirty Three” eða “33”. Þó hann sé númeraður sem 101 eða 1x01 þá er hann EKKI “pilotinn”(upphafþáttur) að þáttunum.

Pilotinn var nefnilega í rauninni mynd i fullri lengd í tveimur hlutum á meðan þættirnir sjálfir eru í þessu hefbundna 40min formi.

Þetta er það sem þú verður að horfa á áður en þú byrjar á eiginlegu þáttunum(season 1):
Battlestar Galactica (2003 Miniseries) - Part 1
og
Battlestar Galactica (2003 Miniseries) - Part 2


Fyrsti þátturinn í seasoni 1 er í rauninni beint framhald af miniseriunni þannig að þú munt ekki skilja neitt í neinu ef þú horfir ekki á mini seríuna fyrst en hún í raun útskýrir allan forgrunn að þessari sögu og er inngagnur að henni.
“Mini serían” er mikilvæg til þess að skilja þættina og átta sig á karakterana sem maður er að fara að fylgjast með.

ÉG hef líka tekið eftir því að það gleymist stundum að minnast á mini seríuna þegar er verið að fjalla um Battlestar Galactica sem er skrýtið þar sem mini serían er í raun mikilvægasti hluti þáttaraðarinnar. T.d. á “Official” heimasíðu þáttana á Scifi.com er hvergi minnst á miniseríuna.

Fyrir þá sem ekki vita hvað Batlestar Galactica er þá eru það þættir sem hafa hlotið eindóma lof gagnrýnenda fyrir vel skrifaða og vel leikna Drama þætti meðal annars í the New Yorker og TIME.com
TIME.com valdi þá í 1. sæti í “Best of 2005: Television” (Prison Break var í 8. sæti!!! og Weeds í 3. sæti!).

Svo mæli ég náttúrulega líka eindregið með því að þeir sem hafa horft eitthvað á BSG en eru ekki búnir að sjá “mini seríuna” að drífa sig í að horfa á hana. Það er vel þess virði.

Fyrir þá sem vilja nálgast mini seríuna(Pilotinn) mæli ég með að þið athugið niðri Nexus DVD og Video leigu á hverfisgötu eða á Grensásvídó.

p.s. svo er “mini serían” líka besti hluti þáttaraðarinnar ;)