Sælir Vísindaskáldsköpuáhugamann (langt orð :/)

Jæja, núna hef ég verið svolítið latur að láta inn tölurnar fyrir síðustu mánuði svo ég ákvað að henda því saman í einni góðri grein og svona gefa ykkur hugmynd hvernig hlutirnir hafa verið að þróast síðustu mánuðina.

Byrjum bara á þessu ári.

Janúar: Heildarheimsóknir voru 15153 sem er rúmlega 0.20% af heildartölunni og sátum við í 57.sæti yfir virkustu áhugamálin, það í raun telur allt með, Forsíðu, Háhraða, Kasmír og þess háttar.
Til gamans má geta að ellefu manns reyndu að komast inná gamla StarWars áhugamálin en átta reyndu að komast inná StarTrek.

Febrúar: Heildarheimsóknir dróust aðeins saman og voru 12832 og er það enn um 0.20% af heildartölunni en samt hækkuðum við okkur um sæti, sitjum í 54. sæti og lítur út fyrir að Hugi sé í heildina að minnka, daprar fréttir það.
Reyndi aðeins einn að komast inná gamla StarTrek en engin inná StarWars svo greinilegt að fólk er að venjast nýja SciFi áhugamálinu.

Árið 2005 í heild sinni, Sci-Fi, StarTrek og svo líka StarWars

StarWars var með 87,483 heimsóknir, þetta náttúrulega telur eklki með þann fjölda heimsókna sem var eftir að áhugamálin voru sameinuð svo það er ekki sanngjarnt að bera þetta saman við önnur áhugamál.

StarTrek var með rétt rúmar 26,914 heimsóknir og er líklegast hægt að útskýra það með slappa byrjun á nýju áhugamáli en þá var áhugamálið hreinlega steindautt þangað til ég og nokkrir aðrir rifum það upp.

Sci-Fi var með 76,116 heimsóknir sem telst fantagott þar sem árið var vel meira en hálfnað þegar áhugamálin voru sameinuð. Svo af þeim virku áhugamálum á Huga erum við langt frá því að deyja svo lengi sem við höldum þessu áfram.

Ætlaði reyndar að koma með fleirri tölur en held að fólk sé orðið þreytt, sést þarna skýrt að Star Wars var virkara áhugamál árið 2005 sem hægt er að útskýra að einhverjum hluta með því að Star Trek áhugamálið var hreinilega steindautt stóran hluta ársins og líka að Sci-Fi er að standa sig vel í samanburði við önnur áhugamál.

Þessi grein á EKKI að vera metingur um StarTrek/Star Wars og alls ekki til að rífast um hvort áhugamálið var vinsælla. Gerði þetta ykkur til fróðleiks!