Ég á ekki til orð til að lýsa þessum þáttum, þeir voru hreint meiriháttar.

Byrjaði ég að horfa á Stargate fyrst, og byrjaði hann svona einsog venjulegir season 9 þættir hafa byrjað. Svo þróuðust þeir meira og ég verð að segja að síðari hluti þáttarins var alveg hreint meiriháttar.

Bardaginn við O'ri geimskipin þegar þau komu í gegnum ofurhliðið var með því flottasta sem hefur sést í stargate. Ekkert smá flott skip líka, eitthvað öðruvísi. Þau voru líka hvít! Sem sést ekki oft í svona geimþáttum lengur, venjulega eru þau öll svört og kryptísk.

Að sjá Völu ófríska í lokin lét mig hugsa að King Arthur sé í raun ófædda barnið, og það sé að koma til að bjarga mönnunum? Eða hvað? Það væri kannski dálítið skrýtið þar sem barnið er vilji O'ri…hm…En allavega, nóg um Stargate, Battlestar Galactica þátturinn (tvöfaldur season 2 finale) var besti sjónvarpsþáttur sem ég hef, punktur.

Já, ég spara ekki stóru orðin, Stargate er fínt sykurgos-scifi, en battlestar galactica er einsog eldgamalt skoskt viskí… það er hardcore scifi.

Ég bara stökk upp þegar þátturinn var búinn og ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég varð að segja einhverjum hversu frábær þessi þáttur var. Það hefur aldrei gerst áður, tja fyrir utan lokaþátt DS9.

Allan tímann sem ég horfði á þáttinn spurði ég sjálfan mig “Af hverju eru ekki fleiri svona þættir framleiddir?”. Þeir þora virkilega að taka stórar áhættur með þessa þætti, og alltaf þegar maður heldur að þeir verði ekki betri þá kemur svona algjör umbylting á þáttunum að maður hreinlega gapar og hugsar “Djöfull er þetta ógeðslega flott, og vá að þeir hafi þorað þessu!”.

Bara verst að þurfa að bíða í marga marga mánuði þar til næsti BSG þáttur verður sýndur. Maður horfir bara á þáttinn aftur og aftur þangað til :)


Þessi grein er kannski meira raus í mér heldur en spoilers, en fyrir þá sem eru sammála mér þá getum við rausað saman hér um hversu æðislegir þessir þættir eru :)