Battlestar Galactica 218 Downloded SPOILER Þessi þáttur er einn af betri þáttunum í þessari seríu, ég get ekki lýst hversu mikið mér brá þegar ég sá Baltar birtast hjá Caprica Six (sú six sem sá um að táldraga Baltar á Caprica og komst þess vegna inn í varnarmála gagngrunninn) um borð í “Endurfæðingar stöðinni”

Cylon-arnin hafa nú plánetuna Caprica undir sinni stjórn og eru að endurbyggja og gera við allt innviði borganna á plánetunni og fylla þær af mannvélmennum sem líta út eins og menn en það eru bara til 12 gerðir þannig að maður sér sama andlitið nokkuð oft, þau labba um og njóta útsýnisins, hittast á kaffihúsum og gera allt sem mannverur gera.

En í þessu fullkomna samfélagi sem þau eru að reyna að byggja upp og á að standa að fullkomnu jafnrétti og bræðralagi hafa tvö vélmennamódel risið upp í frægð og eru orðin þekkt á meðal allra cylona og er það eitthvað sem ekki er hægt að líða í samfélagi byggt á jafnrétti.

Mikið er um afturlit á fyrri tíma sérstaklega hjá capricu six, hún kemst ekki yfir Baltar enda var hún mjög svo ástfangin af honum og er forvitnilegt að sjá hvernig hinn ímyndaði Baltar spilar hana alveg eins og ímyndaða six gerir við Baltar um borð í Colonial one í flotanum.

Inn í þessa senu fáum við síðan að vita að andspyrnan á capricu er enn á fullu fjöri og notar hvert tækifæri til að “drepa” mannmódelin.

Þátturinn endar á að Six og Sharon (ekki viss með nr hennar) eru búin að taka saman höndum og eru greinilega orðnar þeyttar á öllu þessu stríði og vilja breytingar og ætla að nota frægð sína til að koma breytingu á. Næstu tveir þættir ættu að útskýra frekar hugmyndir þeirra og verður áhugavert að sjá hvað þær felast í.