Supernatural - Kynning Jæja, ég veit að þetta á ekki alveg heima hér þar sem að þetta flokkast ekki beint undir Sci-Fi en þetta er samt svipað og á líklega best heima hér..
Það sem að ég er að tala um er að Supernatural er nýbyrjað á Sirkus, þeir eru alltaf á þriðjudögum klukkan 22.20, búið er að sýna pilot-inn en hann verður líklega endursýndur(hvenær get ég ekki sagt ykkur af því að það veit ég því miður ekki)..
Þetta eru mjög góðir þættir, sjálfur hef ég séð 4 þætti og mæli með þeim fyrir hvern sem er sem að hefur hjartað í það.. Neinei, ég tek nú svona til orða, þetta er svona pínu svipað X-Files en ekki eins(né eins gott og það var fyrst) og algjörlega laust við geimverur(hingað til allaveganna)…

Þetta byrjar þannig að það er mjög hamingjusöm fjölskylda í bandaríkjunum, móðir, faðir, ungur strákur og ungabarn(strákur).. Um nóttina brýst einhver furðulegur “maður” inn í húsið þeirra og móðirin deyr á mjög undarlegan hátt, nú er spólað 22 ár fram í tíman þegar yngri bróðirinn er í háskóla og á unnustu þegar að eldri bróðir hans kemur til hans í leit að hjálp.. Svo virðist vera sem að faðir þeirra hafi horfið meðan hann var “on a hunting trip” og er mikil dulúð yfir því.. Segi ég nú ekki meira og mun leyfa ykkur að skoða þetta sjálf en að lokum þá ætla ég að mæla með því að hver og einn sem að hefur áhuga á spennu og ráðgátum kíki á hann…..