Grand Admiral Thrawn Fann hérna grein sem ég skrifaði fyrir nokkru um Grand Admiral Thrawn og sá að ég hafði ekki sent hana inn á huga, svo ég geri það bara núna :)

Thrawn var frá Chiss, plánetu einhversstaðar í Óþekkta Svæðinu. Hann var afburðasnjall, og réð yfir þeim fáu leifum af Veldinu sem eftir voru þegar Keisarinn féll.
Undir stjórn hans sigraði Veldið nokkra mikilvæga bardaga gegn Nýja Lýðveldinu. Aðferð hans og undirbúningur fyrir stríð fólst í því að kynna sér öll helstu listaverk tegundarinnar sem hann var að hefja bardaga á móti, og sagði hann þetta gefa honum innsæji í hugsunarferli þeirra. Þannig gat hann einnig hannað einstaka herferð gegn hverjum óvini fyrir sig.
Grand Admiral Thrawn er lýst sem geimveru með skýrum einkennum manns, hávöxnum, með bláa húð og ógnandi rauð augu.
Þrátt fyrir fordóma Veldisins gegn öllum ómennskum verum, náði hann hæstu stöðu innan hersins: Grand Admiral of the Imperial Army. Það var ekki skrítið að Keisarinn hélt þessari stöðuhækkun leyndri, og allt að 5 árum eftir Bardagann á Endor vissi Nýja Lýðveldið ekki af honum.
Thrawn var sá seinasti til að vera hækkaður upp í Grand Admiral, eftir að hann spilaði lykilhlutverk í að stöðva valdarán Grand Admiral Zaarins. Hann hlaut stöðu og eigur Zaarins sem verðlaun. Hann klæddist hvíta búningnum sem einkenndi stöðu hans.

Þeir sem unnu undir stjórn Thrawns álitu hann sannan stríðsmann. Ef Thrawn gat ekki sigrað bardaga, kaus hann að eyða ekki búnaði og mönnum í tilgangsleysi, heldur hörfa og bæta áætlanir sínar. Einnig hvatti hann undirmenn sína að segja sér hugmyndir sínar, því ólíkt öðrum yfirmönnum Veldisins tók hann við góðum hugmyndum, jafnvel þótt þær voru ekki hans eigin. Markmið hans var ekki að afla sér valda, heldur að sigra Nýja Lýðveldið.
Thrawn var mun umburðarlyndari en Darth Vader, og drap ekki hvern einasta undirmann sem brást sér. Eftir að Luke Skywalker slapp úr gildru Veldisins lét hann taka manninn sem var ábyrgur af lífi, en aðeins því sá maður var svo hugmyndasnauður að hann gat ekki aðlagast að nýjum aðstæðum. Seinna þegar Skywalker slapp úr líkri gildru notaði ungur hermaður sem stjórnaði aðdráttargeislanum óvenjulega aðferð til að stöðva Skywalker, en tókst það ekki. Í stað þess að taka unga manninn af lífi, hækkaði Thrawn hann í tign sem verðlaun fyrir hugmyndaríki hans.

Það var þá kaldhæðnislegt að ein stærsta tap Veldisins var Thrawn að kenna. Hann var svo heltekinn á að hefna sín á smygglaranum Talon Karrde að félagi Talons, og fyrrum einka-leigumorðingi Keisarans, Mara Jade, ákvað að hjálpa Nýja Lýðveldinu að sigra hann. Hjálp Möru Jade var óborganlega, þar sem hún spilaði stórt hlutverk í að eyðileggja klónunar-stöð Veldisins á Mt. Tantiss, og drap hún hin brjálaða Jedi-klón Joruus C'Baoth þar.

Palpatine Keisari tók fyrst eftir snilligáfu Thrawns langt áður en hann varð Keisari Veldisins. Þegar lið Jedi-a var á leið sinni í mikilvægt verkefni (The Outbound Flight Project), hafði Palpatine skipað herdeild sinni að koma Jediunum á óvart og slátra þeim öllum. En áður en þetta gat átt sér stað, var deild Palpatines sjálfum komið á óvart og nærrum því eytt af liði Thrawns. Sú staðreynd að lið af bestu flugmönnum Lýðveldsisins gat verið eytt út af mjög smáu herliði af mjög einföldu varnarliði frumskógarplánetu, sannaði hversu góður herstjóri Thrawn var.
Kinman Doriana, sem Palpatine treysti mest af öllum, sannfærði Thrawn að nota lið sitt til að drepa Jediana eins og Palpatine ætlaði sér. Thrawn tók verkefnið að sér, en liðsmenn hans voru hneykslaðir á hugmyndinni að gera árás gegn óundirbúnum óvini og þvinguðu Thrawn í útlegð. Stuttu eftir verkefnið, gekk Thrawn til liðs við Veldið.

Thrawn var ekki hræddur við að segja Keisaranum það sem honum fannst. Þrátt fyrir að hann hafi verið talinn fáráðlingur, og talinn vera leiður á lífinu, neitaði hann eitt sinn að taka að sér verkefni því hann hélt því fram að herdeilid hans yrði þurrkuð út af óvininum. Keisarinn lækkaði Thrawn í tign fyrir þessa óhlýðni, en eftir að herdeildinni var eytt eins og Thrawn hafði séð fyrir, var hann aftur hækkaður í tign.
Hermönnum innan Veldisins fannst það skrítið hversu hátt tign Thrawn hlaut vegna fórdóma Keisarans. Thrawn skipulagði stórkostlega árás á flutningaskip Uppreisnarinnar, en vegna fordóma Keisarans gagnvart honum var honum ekki verðlaunað. Þess í stað fékk Darth Vader alla viðurkenningu fyrir árásina, þrátt fyrir að hafa gert mjög lítið annað en að horfa upp á bardagann.
Thrawn flæktist seinna í hneykslismál innan her Veldisins og var enn og aftur þvingaður með lítilli herdeild í útlegð. Hann eyddi mörgum árum í að friða pláneturnar í Outer Rim, jafnvel langt eftir sigur Uppreisnarinnar á Endor.

Thrawn var myrtur af lífverði sínum Rukh, sem uppgötvaði að Keisarinn, Vader og Thrawn höfðu einfaldlega logið að sér og allri tegund sinni (Sem lýsti sér þannig að þeir kenndu Uppreisnarmönnum um hræðilegar, langvarandi skemmdir sem urðu á plánetu þeirra). Rukh hefndi sín með því að stinga Thrawn í miðjum bardaga við Nýja Lýðveldið (Bardagann um Bilbringi). Seinustu orð Thrawns voru “But…it was so artistically done.”

Tíu árum seinna uppgötvuðu Luke Skywalker og Mara Jade að Thrawn hafði klónað sjálfan sig. Þrátt fyrir að þau drápu þann klón fljótt eftir uppgötvunina, er því haldið fram að annar Thrawn klóni sé í felum einhversstaðar í vetrarbrautinni.
Moff Disra, sem var hermaður Veldisins, réð svindlara, Flim að nafni, til að þykjast vera Grand Admiral Thrawn. Flim var hæfileikarík eftirherma og gat hermt nákvæmlega eftir hegðun og rödd Thrawns. Flim kynnti sér einni lífssögu Thrawns til þess að enginn gæti komið honum í opna skjöldu með spurningum.
Áætlun Disras var að endurbyggja Veldið, með því að nota orðspor Thrawns til að hræða heilu pláneturnar í að ganga til liðs við sig. Nýja Lýðveldið gerði ekkert í þessu, þar sem reglur þeirra tóku fram að plánetur gátu með frjálsum vilja dregið sig úr Nýja Lýðveldinu hvenær sem er.
Disra var hinsvegar stjórnað af Major Tierce, klónuðum lífverði Keisarans sem bjó yfir allri snilligáfu Thrawns. Tierce vildi líka hefna sín á Nýja Lýðveldinu fyrir að eyða Veldinu, og var það þessi hefndarþosti sem varð honum að falli.

Liðshöfðingi Nýja Lýðveldisins, Garm Bel Iblis, réðst gegn Tierce og Disra, með hjálp Talon Karrdes og Admiral Pellaeon (Fyrrverandi hershöfðingja Veldisins, sem vildi frið milli Nýja Lýðveldisins og Veldisins) og þar með komst upp um ráðabrugg Disra, Tierce og Flims. Í bardagunum sem hófst þá létu Disra og Tierce lífið, en Flim gafst upp og var handtekinn af Pellaeon.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.