Colonial One. Colonial One var upphaflega nefnt Colonial Heavy 798 en þegar Laura Roslind tók við embætti forseta nýendana 12 eftir að Adar forseti og hinir meðlimir ríkistjórnarinnar létust var nafninu breytt í Colonial One. Colonial One er í raun farþegaskutla en ekki stjörnuskip en þegar árásin var gerð var skipinu breytt til að geta tekið við flóttafólki og eftirlifendum. Skipið er miðstöð borgaralegu ríkistjórnarinnar og þar er einnig skrifstofa og heimili Lauru Roslind forseta. Til að nóg pláss sé fyrir skrifstofu og hýbýli Lauru og einnig skrifstofur fyrir hina embættismennina var farangursrími skipsins breytt í svefnaðstæður fyrir fólkið. Colonial One er í raun “Höfuð borg” nýendana 12 frá Kobol. Þegar árásin var gerð spilaði Colonial One og Laura Roslind stóru hlutverki við það að svo margir komust lífs af en frá Colonial One skipulagði hún björgun á fjölda af skipum og flutning á fólki á milli svo sem flestir komust af með þeim.