Episode II - Enn ein tæknibylting frá George Lucas Hingað til hafa Star Wars myndirnar verið brautryðjendur á sviði tæknimála og nýjasta myndin Episode II ætlar ekki að vera nein undantekning þar á. Episode II er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem er eingöngu tekin upp á stafrænan hátt í stað hefðbundinnar filmu.
Upphaflega vildi Lucas taka upp Episode I:TPM stafrænt en tæknin bauð ekki upp á það á þeim tíma. Hann fór því í samstarf við Sony um þróun á stafrænni myndavél og Panavision um þróun á linsum. Árángurinn af því var sá að Lucas ákvað að taka alla Episode II upp á stafrænan hátt. Þetta er tækni sem á eflaust eftir að ryðja sér til rúms á næstu árum enda gerir þetta alla vinnslu auðveldari, sérstaklega í myndum þar sem mikið er um atriði sem unnin eru í tölvu. Þarna þarf ekki að framkalla filmu og skanna hana síðan inn í tölvu þar sem atriðið er unnið heldur er einfaldlega hægt að taka atriðið beint af tökuvélinni inn á tölvuna.
Innan kvikmyndageirans eru deildar skoðanir um þessa nýju tækni. Margir vilja meina það að stafræn upptaka eigi aldrei eftir að ná skerpu og dýpt filmunnar. (sbr. vínill vs. CD og fleiri analog vs. digital mál).
Hvað sem því líður þá á eftir að vera gaman að fylgjast með hvernig þessi tækni tekst til í Episode II.

_____________________
- Ted