Mandalorians Mandaloriarnir eru grímuklæddir stríðsmenn sem vinna oftast með Sithunum. Leiðtogi þeirra tekur oftast að sér nafnið Mandalore.

Upprunalega voru Mandaloriarnir ættbálkur leiddur af stríðsherranum “Mandalore the First”, og voru taldir vera á meðal bestu stríðsmanna vetrabrautarinnar, og þá þyrsti í stríð. Þeir voru þekktir fyrir að nota hátækni vopn og fylgdi ströngum heiðursreglum. Mandaloriarnir voru með gráa húð, og klæddust brynjum, sem bæði hyldu allan líkama þeirra, og litu mismunandi út fyrir hvern hermann.

Neo-krossfararnir voru leiddir af “Mandalore the Ultimate” og byrjuðu Mandalorian stríðin. Þessir krossfarar klæddust þróaðari brynju, sem líktist meira einkennisbúningum. Brynjurnar voru til í mörgum litum þótt flestar voru bláar. Yfirmenn og aðrir hátt settir Mandaloriar klæddust grænu, og kapteinar klæddust rauðu. Canderous Ordo, sem varð seinna Mandalore, klæddist einstökum silfur- og svartlitaðri brynju.

Mandaloriarnir hlutu ósigur í Mandalorian stríðinu, þökk sé Jediunum Revan og Malak, og eftir það splundruðist Mandalorian flokkarnir og þeir fóru frá því að vera virtir og óttaðir stríðsmenn að því að vera ræningjar og morðingjar. Canderous Ordo, sem barðist við hlið fyrrverandi Sith Meistarans Revan gegn Darth Malak, varð seinna leiðtoginn Mandalore og leiddi smáan ættbálk fylgjenda sinna á tunglinu Dxun. Ordo hjálpaði einnig við að sigra Sith Meistarann Darth Nihilus.

100 árum fyrir “The Battle of Ruusan” var leiðtogi Mandalorian manna myrtur af hausaveiðaranum Durge. Kynþáttur Durge er nánast líkamlega ódrepandi, svo þegar Mandalorianarnir tóku Durge fastan píndu þeir hann hryllilega. Eftir nokkurn tíma slapp hann.
Yfir næstu aldir, breyttust Mandaloriarnir úr ættbálki, og byggðist menning þeirra meira og meira á hausaveiðum. Það var á þessum tíma sem klofning varð í Mandalorian flokknum. Ofbeldisfullur flokkur af Mandalorian mönnum sem kölluðu sig The Death Watch, gerðu uppreisn gegn The True Mandalorians (Stjórnað af Jaster Mereel), sem trúðu á gömlu gildi Mandaloriananna.

Þetta stríð var háð á mörgum plánetum. Meðal þeirra var plánetan Concord Dawn, þar sem leiðtogi The Death Watch Vizsla, reyndi að ráða Mereel af dögum. Þökk sé ungum dreng, Jango Fett, tókst Mereel og mönnum hans að sleppa lifandi. Að lokum, vegna svikarans Montross, fann Vizsla Jaster Mereel. Jaster lést í þeim bardaga.
Lærlingur Jasters, Jango Fett, tók við stjórn á The True Mandalorians, þrátt fyrir mótmæli Montross að “leiðtogi þeirra væri bara barn”.
Tími Jangos sem leiðtogi Mandaloriananna endaði við the Battle of Galidraan, þar sem hópur Jedia leiddum af Jedi Meistaranum Count Dooku varð til þess að hvern einasti eftirlifandi Mandalorian stríðsmaður var drepinn, nema Jango Fett.

Eftir þessa slátrun, var tíð Mandalorian ættbálksins sem óttaðra stríðsmanna lokið. Nokkrir einstaklingar lifðu af og földu sig hér og þar um vetrabrautinna, en þeir höfðu lítil áhrif þangað til Klónstríði hófst. Þá var Jango Fett sniðmát að gerð her klóna. Einn af þessum klónum, Arc trooper sem bar nafnið Alpha-Ø2 varð yfirgaf The Grand Army of the Republic, og breytti framtíð Mandaloriananna.

Vegna einhverskonar galla í klónunartækni Kamino manna, bjó Alpha-Ø2 yfir minningum Fetts. Alpha byrjaði að endurbyggja Mandalorian hermenn úr Mandalorian Verndurum, Mandalorian lögmönnum og jafnvel Death Watch mönnum. Alpha-Ø2 varð Mandalore The Resurrector og her hans barðist fyrir The Confederacy of Independant Systems. Meðal hermanna hans voru Tobbi Dala og verðandi Mandalore Fenn Shysa.
26 árum eftir The Battle of Endor fengu Mandalorianarnir nýjan leiðtoga, Boba Fett, sem varð Mandalore eftir dauða Fenn og hélt arfsögn Mandalorian Protectors lifandi.
Í Yuuzhan Vong stríðinu leiddi Fett Mandalorian Protectors í vörn Mandalores, og frelsaði margar plánetur, eins og Tholatine og Gyndine.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.