Qui-Gon Jinn Greinin mín um Darth Maul fékk ansi góðar undirtektir þannig að ég ákvað að skella inn grein um Qui-Gon Jinn sem ég vona að þig hafið gaman af.

Qui-Gon Jinn (92 BBY - 32 BBY) er Jedi Meistari, kennari Obi-Wan Kenobi og lærlingur Count Dooku.

Hann er mikilvægur karakter í Episode 1, þar sem hann og lærlingur hans, Kenobi, eru sentir til Naboo til að koma sátt á rifrildi milli plánetunnar og Trade Federationsins, sem þeim tekst ekki að gera.
Þá þurfa þeir að sleppa í gegnum þúsundir bardagavélmanna, og eftir að hafa bjargað bæði Queen Amidölu og Jar-Jar Binks, sleppa þau til Tatooine þar sem þau hitta ungan þræl, Anakin Skywalker, sem Qui-Gon fann vegna sambands síns við Máttinn. Þeir frelsa hann í gegnum podrace veðmál, og undirbúa ferð sína frá Tatooine. Þeir mæta hinsvegar Sith meistaranum Darth Maul áður en þeir geta yfirgefið eyðimerku-plánetuna.
Eftir að hafa frétt af heimsmets-háu Midichlorian magni í Skywalker drengnum, er Jinn sannfærður að drengurinn sé “The One” og fer gegn vilja Jedi Ráðsins og leggur til að þjálfa drenginn í háttum Jedi.
Jinn og Obi-Wan Kenobi eru svo sendir til að vernda drottninguna og svipta hulunni af árásarmanni sínum.

Qui-Gonn er oft talinn vera Jedi einfari, líklega vegna áhrifa frá kennara sínum, Count Dooku. Obi-Wan gefur í skyn að ef Qui-Gon hefði farið að óskum Jedi Ráðsins, hefði hann löngu orðið meðlimur þess.

Einn sterkur Máttskraftur er hæfileikinn til að sjá framtíðina. Darth Sidious er talinn vera nákvæmastur í því, en Yoda er engu verri.
Qui-Gon Jinn hvetur Kenobi í að einbeita sér meira að líðandi stundu (The Living Force) en framtíðinni (The Unifying Force). The Living Force notast við tilfiningar, þar sem The Unifying Force (Jedi Code) bannar tilfinginar.

Vitað er um þrjá lærlinga sem hafa verið undir kennslu Qui-Gons síðan hann varð Jedi. Ekki er vitað nafn fyrsta lærling hans, en hann hefur náð að klára þjálfun hans, og unnið sér inn titilinn Jedi Meistari. Annar lærlingur hans bar nafnið Xanatos, en þjálfun hans kláraðist aldrei þar sem hann færðist yfir í Myrkru Hlið máttarins, og var handsamaður af þriðja og seinasta læringi Qui-Gons, Obi-Wan Kenobi. Seinasti lærlingur Jinn's hefði orðið Anakin Skywalker, hefði Jinn lifað einvígi sitt við Darth Maul af.
Eftir að hafa verið lífshættulega slasaður af Maul, bað Jinn Kenobi að lofa sér að taka að sér þjálfun Anakins.

Qui-Gon Jinn fær jarðarför hetju, þar sem lík hans er brunnið til ösku fyrir framan nokkra syrgjendur.

Þrátt fyrir að hafa verið látinn þegar Klóna Stríði braust út, var Jinn ekki gleymdur, sérstaklega ekki af þeim sem höfðu verið náir honum. Helst má nefna þegar Count Dooku, sem hafði tekið sitt lokaskref til myrkru hliðarinnar vegna sorgar yfir dauða Qui-Gons, notar minningnar Obi-Wans Kenobi um Jinn til að tæla hann í að hjálpa sér að “uppræta Sith”.
Andi Qui-Gons, nú sameinaður Mættinum, reynir hann en tekst ekki að leiðbeina Anakin þegar hann hefur haturs-fyllta slátursherferð gegn Tuskan Sandfólkinu sem báru ábyrgð fyrir dauða móður hans, Shmi Skywalker.
Einnig þjálfar hann hinn mikla Yoda, og Obi-Wan Kenobi þrátt fyrir svo stóran vegatálm og líkamlegan dauða, og kennir þeim að viðhalda anda sínum eftir dauða í gegnum Máttinn, þegar Jediarnir tveir fara í útlegð og felur gegn hinu nýrisna Veldi.

Qui-Gon er heimspekilegur stríðsmaður sem hefur mikið vit á arkitekt og byggingu margra geimskutlna. Hann tekur einnig vel eftir smáatriðum, og klæðist bóndaklæðnaði til að falla inn í hópinn á Mos Espa á Tatooine.
Virðulegur Jedi Meistari, Qui-Gon sveiflar geislasverði sínu með fullkomnum þokka (Form IV).
Jedi Geislasverðs-Meistarinn sem kenndi Qui-Gon taldi hann vera besta einvígis stríðsmann sem hann hafði kennt.

Á endanum uppgötvar Jinn leiðina til endalauss lífs, og deilir hann þeirri þeikkingu með Yoda, sem lætur hana ganga niður til Obi-Wans.
Leiðin til ódauðleika er þess vegna talin vera öfgakennd samúð, og öll bönd slitin við eigingirnd og persónulegar tengingar þangað til að jarðlegur líkaminn hverfur, en andleg meðvitund lifir áfram í gegnum Máttinn.
Endalok Jinns eru óvituð, en talið er að andi hans hvíli á Tatooine, þar sem hann þjálfar Obi-Wan í útlegð sinni eftir atburði Episode 3. Hinsvegar bendir ekkert til að andi Jinns sé viðstaddur við einhverja atburði úr Episodes 4-6.

Hinn þrjóski, 60 ára gamli Qui-Gon Jinn býr yfir miklum skilningi og samúð fyrir öllum lífverum. sem kemur í ljós þegar hann bjargar Jar-Jar Binks, sem Obi-Wan er hinsvegar ekki mjög ánægður með.
Hann er sagður hafa frjálslyndar skoðanir um Jedi Regluna, sem er eitthvað sem hlédrægi nemandi hans Obi-Wan er ekki jafn ákafur með.

Qui-Gon átti marga vini, og æskuvinur hans er Jedi Meistarinn Plo Koon. Einnig var hann náinn vinur Yoda, Ki-Adi Mundi og Adi Gallia. Það ríkir gífurleg virðing á milli hans og Mace Windu, þótt að þeir hafi ekki sömu skoðun á mörgum hlutum.
Nánasti vinur Jinns (Fyrir utan Kenobi) er Tahl, og var hann mjög særður þegar hún meiddist og færðist yfir til Myrkru Hlið Máttarins.

Vegna visku sinnar og samúð var Qui-Gon virtur af öllum sem þekktu hann en vegna álits síns á Jedi Reglunni varð Qui-Gon Jinn aldrei meðlimur Jedi Ráðsins, þrátt fyrir að hafa tvisvar verið tekinn upp til skoðunar. Fyrst þegar Meistari Tyvokka lést (Tyvokka vildi sjálfur ekki að Jinn fengi sæti í Ráðinu), og í stað hans fékk bestu vinur Qui-Gon, Meistari Plo Koon sætið. Og seinna þegar Meistari Giett lét lífið, en þá fékk Ki-Adi Mundi sætið, þegar Meistari Mace Windu neitaði að gefa Jinn sætið, þrátt fyrir að Jinn naut stuðnings allra hinna Ráðsmeðlimanna.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.