Jæja, eins og glöggir Sci-Fi áhangendur hafa tekið eftir er núna búið að sameina Star Wars og Star Trek, bæði voru þetta áhugamál sem hefðu mátt vera stærri og vona ég því ásamt öðrum stjórnendum Huga að sameinuð takist að búa til öflugt Sci-Fi samfélag hér á Huga.

Sci-Fi er fyrir þá sem ekki vita Vísindaskáldskapur, byggist þetta á því að draga ályktanir í vísindum og búa til sögu í kringum það, í mjög grófum dráttum. Eins og í Star Trek t.d. þá er talað um Warp Drive og ýmist margt annað sem er byggt á raunverulegum vísindum eða hugsanlegum uppgötvunum sem seinna munu koma. Í Stargate er byggt á þeirri hugmynd að hægt sé að búa til ormagöng með því að stýra gífurlega magni af orku á sama stað.

Vona bara að allir Sci-Fi áhangendur sjái sér fært um að senda inn efni á þetta nýja en samt gamla áhugamál hér á Huga. Og reynið að hafa umræðurnar á vitsmunalegu stigi, vill ekki sjá neinar morðhótanir hérna í tengslum við það að fólk öskrar STAR WARS ER BETRA eða hvaða Sci-Fi sem er.

Stjórnendur á hinu nýja Sci-Fi áhugamáli.