Andorians
Andorians.
Ég skrifa þessa grein í framhaldi af könnun sem var uppi hérna fyrir stuttu þar sem spurt var um álit á kynstofni Andorianna og um hvort menn yfir höfuð þekktu eitthvað til þeirra. Þar kom fram að mínu mati að óvenju margir vissu ekki hverjir þeir voru. Það útaf fyrir sig er kannski skiljanlegt þar sem þeir hafa bara birst í nokkrum þátturm. Fyrst í “Journey to Babel” (TOS), síðan í “Whoms Gods destroy”(TOS), “Captains Holiday”(TNG), “The Offspring”(TNG) auk þess að hafa sést í sem þingmenn á þingi Sambandsins í Star Trek IV(bíómyndinni).
Andorians eru sem sagt meðlimir í “The United Federation of Planets” en það kom einmitt fram í TOS.
Andorians eru mannverur(humanoids) með blátt skin, einnig eru þeir með tvo “fálmara”(loftnet?) sem standa uppúr hausnum á þeim, en þeir ku vera tengdir við heila þeirra og gefa Andoriunum sérstaklega háa skynjun á þrýstings og hitabreyttingum(það er ábyggilega mikilvægt á plánetunni þeirra). Önnur skynjun er á borð við Menn(humans)en eru þeir þó stæltari og betur byggðir en flestir Menn(humans) og eru oftast viðbragðsflótari en Menn. Andoraians lýsa sjálfum sér sem stríðsmönnum(þó kannski ekki allveg jafn miklir stríðsmenn og Klingonar) og eru þeir vel agaðir og mjög skylduræknir.
Af öllum þeim kynstofnum sem eru kannski frekar svona nonames(kynstofnar sem sjást bara í einstaka þætti) þá eru Andorian óvenju “vinsælir”. Ég hef fundið á ferðum mínum um netið fjölmargar Trek síður tileinkuðum þeim og sjá ég líka bók um þá (fyrir reyndar Star Trek spunaspil) í Nexus fyrir stuttu og það sem ég varð mest hissa á að þetta var eina bókin sem var á svæðinu allgerlega tileinkuð einum kynstofni, og þessum?? Einhverjum “noname” kynstofni í staðin fyrir kannski bók um Vúlkanna, Betazoids eða Trills sem eru mun betur þekktir meðlimir í Sambandinu. Það gæti auðvitað verið að það var búið að kaupa allar hinar bækunar(um Vúlkannna t.d.) og að engin vildi þessa en við skulum láta það liggja í milli hluta í bili:)

Það sem mér finnst kannski leiðinlegt er að í Sambandi með hundruð kynstofna er einsog að Menn(humans) séu í miklum meirihluta á öllum stjörnuskipum, geimstöðvum o.sf. Reyndar er líkleggasta skýringin á því að það væri of tímfrekt og dýrt að vera alltaf að faðra einhverja statista í hvert skipti sem sjást átti í einhverja “Starfleet officera” en samt. Einu kynþættirnir í Sambandinu sem við höfum kynnst rækilega eru Vulcanar, Trills, Betazoids og ??. Það eru ekki margir. Ástæðan fyrir að við höfum kynnst þeim svona vel er að það hafa verið einstaklingar af þessum kynþættum í lykilhlutverki í gegnum allar Star Trek seríurnar. Spock í TOS(og reyndar Tuvok í VOY), Troi í TNG og Dax í DS9. Nú er að koma 5 serían og nú ætla þeir að hafa aftur Vulcana í áhöfninni, sem er kannski ágætt en það er eiginlega komið svo eða af 5 þáttaröðum hefur þá Vulkani verið í þremur af fimm sem er 60% af þáttunum. Ekki misskilja mig mér finnst Vulkanar mjög skemmtilegur kynstofn(og kannski ákveðin ávísun á áhorf fyrir séríu 5 ???) En mér finnst tími til komin að fara kynnast nýjum kynþætti úr sambandinu og þá vildi ég gjarnan sjá Andorians. Reyndar væri kannski líka gaman að sjá Bolians sem eru í svipaðri noname stöðu og Andoriarnir en ekki ætla ég að fara kafa ofan í þá hérna. Þætti mér núna í framhaldinu gaman ef Andorians yrðu kannski kynntir betur í ENT(nýju seríunni) og þar sem serían gerist fyrir tíma Sambandsins mætti kannski hafa þá sem Bandamenn Mannkynsins og Vúlkananna (það finnst mér allaveganna ;)

Lifið heil….cent