Í Stjörnustríðsmyndunum er afar augljóst hverjir vondu gæjarnir eru, það kom nú örugglega engum á óvart að t.d. svarthöfði væri vondi gæjinn þegar þeir sáu upprunalegu Stjörnustríðsmyndirnar. En Myrka hlið máttarnis er kanski ekki eins afdráttarlaust leið til illsku og mætti halda. Anakin verður Sith vegna þess að hann lætur undan tilfiningar sínar ráða sér en svokallaðar “extreme emotions” ráða gerðum Sithanna. Anakin er þegar orðinn hálfur sith í Klónastríðinu, t.d. notar hann reiði til að vinna öfluga andstæðinga eins og Dooku og er ástfangin af konunni sinni Padmé. En það eru ekki endilega þessar tilfiningar sem leiða til illsku heldur afleiðingar þeirra verka sem Jedi framdi undir áhrifum þeirra og það vald sem hann finnur fyrir. Þegar Jedi er sokkin nógu djúpt í hyldýpi myrkursins er honum aðeins annt um sjálfan sig og á þess vegna engan að nema sig. Og þegar Jedi á annað borð fetar þann stíg er vegurinn ákaflega stuttur að þessu lokastigi.

Jæja nenni nú ekki að skrifa meira um þetta núna, vona að þetta hleypi smá lífi í umræðuna hérna, það var nú einusinni að koma ný mynd fyrir rétt rúmum mánuði síðan.