Eins og allir vita hér, þá höfðu framleiðendur Trek X, beðið Jeri Ryan (Seven of Nine) að koma fram í næstu Trek mynd. En þar sem Ryan er nýbúin að fá hlutverk í Boston Public, þar sem hún mun verða ein af aðal leikurunum í seríu 2 af David E. Kelley seríunni (Ally McBeal, Practice) hefur komið upp sú staða að húm mun ekki geta komið fram í myndinni, þá hafa framleiðendur Trek X, snúið sér að Kate Mulgrew (Captain Janeway) að taka að sér hlutverk í myndinni. Sagt er að búið sé að endurskrifa hlutverk sem Ryan átti að fá, svo að Mulgrew geti tekið við.

Ekki hefur verið staðfest hvort Kate Mulgrew mun leika Captain Janeway einu sinni enn í myndinni.

Fleiri Trek X fréttir:

Michael Dorn (Worf) og Marina Sirtis (Troi) segja að Trek X mun vera miklu betri en Insurrection.
“Space, the final frontier….”