Eins og ég sá eitthvern tíman minnst á hérna þá hafa Borg eyðilagst töluvert síðan Voyager þættirnir byrjuðu að nota þá og hafa breyst mikið, að mér finnst til hins verra.
Þegar Picard og Enterprise lentu í Borg í fyrsta skiptið hefði eitt skip getað drepið allt og alla. Meira að segja í First Contact þá var bara eitt skip á móti öllum flotanum. Aftur á móti í Voyager þá eru Borg bara tíkur sem að Janeway semur við og/eða skýtur í ræmur.

Ég vildi athuga hvort að fólk væri sammála mér varðandi annað mál, þ.e. Q, þeir voru almáttugir, þeir voru fyndnir og allir Q þættirnir í TNG voru snilld. Í Voyager virðast þeir bara vera eitthvað kjaftæði, ræflar sem þurfa raunverulega hjálp Janeway.
Persónulega þykir mér þetta viðbjóður og ég ætla rétt að vona að næstu seríur af startrek verði betri heldur en Voyager og DS9.

ohh, hvað ég sakna TNG.
<a href="http://www.isholf.is/Vesen">http://www.isholf.is/Vesen</a