Mér finnst að við ættum að mana Skjá Einn til þess að kaupa réttinn á Enterprise núna í haust. Þá myndi þættirnir fá góðan sýningartíma og endursýningar.

RÚV hlýtur pottþétt að eiga réttin á öllu Voyager og DS9 og Sýn á TNG. Þá eru eftir TOS og auðvitað Enterprise sem eru heimilislaus hér á landi.

En það er líka möguleiki á því að þeir vilji kaupa frá hinum stöðvunum, allavegna TNG sem ég held að sé að fá lélega eða enga sýningu á Sýn.

En Skjár Einn er alltaf fljótur að sýna efnið sitt og er lítið á eftir Bandaríkjunum og eins og ég segi áður þá eru sýningartímanir þeirra mjög góðir og endursýningar tíðar.

Enterprise hefur heldur ekki forskeytið “Star Trek” og í þáttunum er einn þekktur leikari (Scott Bakula), en flestir á Skjá Einum eru á þeim aldri að þeir muna eflaust eftir Quantum Leap.

Þannig að þá þarf fólk bara að vera nógu duglegt að senda inn beiðni svo Skjár Einn trúi nú að þættirnir fái áhorf!

Ég get skrifað ágætt bréf til þeirra og ég er að leita að emaili sem við hæfi væri að senda áskorunina.

Hvernig líst ykkur annars á??