Opið bréf til Sjónvarpsins Ég hef þegar sent eftirfarandi skeyti til framkvæmdastjóra Sjónvarpsins (bjarnig@ruv.is) og hvet alla til að gera hið sama. Sendið bara þennan texta og ekkert annað, við skulum ekki vera að bæta við einhverjum dónaskap þó við séum ósátt við sýningartíma Star Trek.

Subject: Star Trek

—— Klippa hér ——

Mig langar að benda þér á umræðu á Hugi.is um tímann sem Star Trek þættirnir eru sýndir á.

http://www.hugi.is/startrek/

Við einlægir Star Trek aðdáendur erum Sjónvarpinu þakklátir fyrir að sýna þessa þætti en viljum benda á að sýningartíminn er ekki nægilega hentugur og hefur valdið óánægju meðal okkar, sérstaklega þar sem þátturinn víkur mjög oft fyrir íþróttaviðburðum.
Einnig teljum við að þetta sé tæpast barnaefni og eigi því ekki að vera strax á undan Stundinni okkar yfir vetrartímann.
Svo má ekki gleyma að oft á tíðum er hálfrökkur í þættinum og til þess að sjá hvað er að gerast þarf að taka upp þáttinn og horfa á hann þegar skyggja tekur, en eins og þú ættir að vita er það ekki par löglegt.

Því leggjum við til að fundinn verði tími fyrir þennan dagskrárlið, svo sem eftir seinni fréttir á virku kvöldi og/eða þátturinn sé endursýndur á þeim tíma.

Með fyrirfram þökk,
Star Trek Aðdáandi

—— Klippa hér ——
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: