Voyager er klukkan 15:20 þann 10. júní 2001 Enn eina ferðina fær Star Trek að víkja fyrir ökuníðingum.
Skorum á RÚV að færa Star Trek yfir á kvölddagskrána, þetta er ekki barnaefni.

Ég hef ætíð passað mig á, þar sem ég fylgist með Star Trek í gegnum RÚV (Ennþá), að athuga hvort að þátturinn sé á réttum tíma. EF af einhverjum ástæðum ég gleymi að athuga það þá er hann færður fram um 2 tíma. Ég átti greinilega að gleyma því núna :)

Svarið þessari grein með þeim tíma sem þið mynduð helst vilja sjá Star Trek á. Finnum tíma sem við erum öll sátt við og pressum svo á Sjónvarpið að færa þáttinn þangað. Sýnum þeim að það er sterkur áhorfenda-/aðdáendahópur að þessum þætti sem lætur ekki vaða yfir sig lengur með íþróttaviðburðum sem eru, eðli málsins samkvæmt, oftast á sunnudögum…
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: