Nú þegar “Series 5”-EnterpriSe- er komið í framleiðslu og búið að tilkynna hverjir munu fara með hvaða hlutverk í þáttaröðinni finnst mér vert að skoða aðeins það fólk er maðr sér aldrei í þáttunum en eiga þó stóran þátta í að gera Star Trek að eins flottu fyrirbæri og það er í raun-Fólkið á bak við tjöldin-
Það er nú þannig að þó sögurnar í þáttunum eru kannski ekki alltaf jafn góðar og leikararnir séu kannski ekki alltaf að standa sig jafn vel þá er það þannig að allur bakgrunnurinn er meistaraverk. Hér er ég að tala um leikmyndirnar, LACRS, sjálf geimskipin, búningarnir, förðunin tölvuvinnan o.s.f. Það eru einmitt þessir hlutir sem eiga stóran þátt í að gera Star Trek að því sem það er.
Hér fyrst vill ég nefna:

Herman Zimmerman(Production Designer)”framleiðslu hönnuður” þessi maður vinnur við það að teikna leikmyndirnar í star trek og hefur meðal annars búið til leikmyndir fyrir þætti einsog The Tonight Show og Cheers(Staupasteinn). Þessi maður byrjaði að vinna við Star Trek árið 1987 við TNG. Hann hélt áfram og vann við DS9 þar sem hann meðal næstum því öll “setin” og teiknaði stöðina sjálfa. Hann vann líka við seinnustu 5 Star Trek bíómyndunum. Þessi maður er komin í hóp þeirra sem munu vinna við EnterpriSe sem “Production Designer og Illustrator”og tel ég því að við munum BARA eiga von á góðu

John Evans(Senior Illustrator)eða “aðal teiknari” þessi maður er vægast sagt snillingur. Hann byrjaði að vinna við Star Trek árið 1993 og ber ábyrgðina á mörgum þeim leikmunum og skipum sem við höfum séð í DS9 og seinnustu 3 kvikmyndunum þar á meðal hinu ótrúlega flotta Enterprise-E skipi og Zefram Cochranes Phoenix frum-vörpu-skipinu. Þessi maður hefur líka unnið við að bú til leikmuni fyrir myndir einsog Terminator 2 og Top Gun. Svo ég held að við þurfum ekki að kvíða fyrir því að nýja(gamla)EnterpriSe skipið muni líta illa út.

Michael Okunda(Scenic Art Supervisor)eða “Vísindaleg lista umsjónarmaður??”
Ég held nú að flestir þeirra hörðu Trekkara sem sækja þennan vef kannast eitthvað við þetta nafn. Þessi maður ber ábyrgðina á stjórnborðunum um borð á öllum skipunum(þar á meðal stóru myndinni af innviði Voyagers á “bridge”-inum í VOY), skrifuðum tungumálum(Vulcan, Bajoran….) og fullt af öðrum skemmtilegum hlutum(Okundagrams). Þessi maður hefur unnið við öll sesson af öllum TNG, DS9 og VOY. EF einhver maður er snillingur þá ER það þassi maður.

Michael Westmore(Make-up)”förðun”. Þetta er maðurinn sem býr til útlit allara “humaniod” geimvernanna sem sjást í star trek. Þessi maður hefur unnið við myndir einsog Rocky, Raging Bull og Mask(sem hann fékk óskarinn fyrir). Fyrir utan það hefur hann þróað aðferðir sem eru notaðar af lýtalæknum útum allan heim sem eru notað til að lagfæra andlit þeirra sem lent hafa í slysum eða fengið húðkrabbamein. Þessi maður vann við TNG, DS9 og VOY.


Með þessa menn við stjórnvölinn við “útliti” nýju Star Trek seríunar eigum við að mínu mati BARA von á mjög góðu þó að um söguþráðin og leik leikaranna er ég ekki svo viss. En það verður tíminn bara að leiða í ljós.