Jæja, það er komið að því.

Í gærkvöldi voru síðustu tveir þættir af Star Trek - Enterprise sýndur á UPN. Ekki er vitað hvort það komi aðrir þættir eftir Star Trek og í rauninni stórefa ég það sjálfur. Dapur dagur, Enterprise er á enda og Star Trek líklega líka.

Persónulega það sem mér finnst þó verst er að seinasta Star Wars myndin er bara aðeins á eftir svo það mætti segja að þeir héldu út lengur :)

Það hafa verið margar seríur af Star Trek og hafa þær allar verið misgóðar.

Sumir hérna hafa horft á The Original Series, sjálfur hef ég séð nokkra þætti úr 1. seríu og ég sver, mér brá eitthvað svo gífurlega við að horfa á þetta, Spock, Captain Kirk og þessir kallar í USS. Enterprise NCC-1701. Svo auðvitað líka tæknibrellurnar sem voru á þessum tíma, þetta var gífurleg upplifun og sýnir hvað Star Trek hefur breyst í gegnum árin.

Þegar TOS rann sitt skeið á enda tók The Animated Series við, kannski ekki mjög þekkt sería enda var hún bara tvær seríur. Var þarna sama skipið og í TOS, sömu persónurnar en þar sem serían var teiknuð gaf það höfundum meira frelsi að gera framandi lífverur og framandi plánetur að vild.

Þá átti að gera nýja seríu sem hét Star Trek: Phase II.

Það var í raun framhald af TOS en þá kom nýtt fyrirbrigði á markaðinn eða Star Wars og framleiðendur Star Trek ákváðu að gera bíómynd í staðinn og hætt var við Phase II

Þá loks kom Star Trek: The Next Generation, örugglega ein þekktasta Star Trek sería sem gerð hefur verið, Jean-Luc Picard og William T. Riker. Jafnast ekkert á við þá 2 saman.
Sú sería var í heilar sjö seríur eins og alvöru Star Trek seríur eiga að vera :)

Þá tók við Star Trek: Deep Space Nine sem er að mínu mati besta Star Trek serían sem gerð hefur verið, Dominion stríðið og allt það, synd að sjá það enda.

Star Trek: Voyager kom þá, þeir byrjuðu vel en enduðu hörmulega, leiðinlegar persónur í þáttunum og áhorf gekk ekki alveg nógu vel þó að serían gekk út í sjö seríur.

Loksins kom þá Star Trek: Enterprise sem endar núna. Serían byrjaði ekki nógu vel en tók á loft í þriðju seríu og fjórða serían er bara alltof góð, ég ætla ekki að fara nánar í það til að eyðileggja ekki ánægjuna fyrir þeim sem hafa ekki séð það en segi bara bíðiði spennt.

Tíu myndir hafa verið gerðar og samkvæmt Paramount er númer ellefu í framleiðslu.

Enda þetta á einni þekktustu setningu sem sögð hefur verið í Star Trek.


Space… the final frontier. These are the voyages of the Starship Enterprise. Its continuing mission: to explore strange new worlds, to seek out new life and new civilizations, to boldly go where no man has gone before.