Jæja kæru hugar,

Nú styttist óðum í að síðasta Star Wars mynd allra tíma verði frumsýnd og þá er um að gera að skella sér á netið og eyðileggja fyrir sér stemmninguna. Hér á eftir koma nokkrar staðreyndir úr myninni. En og aftur vara ég við því að um mikla spoilera er að ræða svo þið sem viljið halda spennunni gangandi áfram eru vinsamlegast beðin um að hætt að lesa núna!

Björgun Palpatins

Þegar myndin byrjar hafa aðskilnaðarsinnar undir forystu Count Dooku rænt Kanslara lýðveldisins. Jedi Council felur Obi Wan og Anakin að finna og frelsa Kanslarann. Þetta endar með því að þeir félagar finna Palpatine hjá Count Dooku og þurfa að berjast við þann gamla (Count Dooku). Dooku gefur Obi Wan force push sem rotar hann samstundis. Anakin heldur bardaganum áfram og hefur vinningin með því að véla geislasverðið af þeim gamla og knésetja hann og drepa. Eftir þetta er Anakin falið að gæta Kanslarans.

Anakin á vaktinni

Á meðan Anakin er að passa Palpatine reynir sá gamli stöðugt að eitra huga drengsins og koma honum yfir á the Dark Side. Hann lætur hann vinna hin ýmsu voðaverk fyrir sig eins og að drepa leiðtoga aðskilnaðarsinna t.d. Nude Gunray. Síðan fer hann fram á það að Anakin verði sinn fulltrúi í the Jedi Council. Anakin fær að vera í ráðinu en fær ekki Master-tign. Æðstu mönnum ráðsins fer að gruna að ekki sé allt með felldu og senda Obi Wan til að rannsaka sambandið milli Anakins og Palpatins. Obi Wan kemst yfir Hologram upptöku þar sem Anakin krýpur fyrir Palpatine og lofar honum hollustu sinni. Í upptökunni kemur fram að Palpatine sé Dark Lord of the Sith og Anakin sé hans nýji lærisveinn. Við þetta tryllist Obi Wan.

Hræðileg svik

Mace og hans gengi hendast til og ætla að handtaka Kanslarann en sá gamli drepur 3 Jedi í einni sviptingu og tekur svo Mace hægt og rólega. Eftir þetta fer Yoda á stúfana og reynir að hafa uppi á Sideous en lendir í kröppum dansi og þarf að flýja af hólmi þegar Clone Troopers snúast gegn honum. En þess má geta að fleiri Jedar lenda í því sama. Obi Wan fer hins vegar og reynir að stúta Anakin og tekst það næstum því eftir hatrammann bardaga þar sem Anakin lentir í fljótandi hrauni og afskræmist. Obi Wan tekur af honum flesta útlimi í þessum bardaga. Sideous bjargar Anakin svo úr hrauninu og gefur honum nýtt líf og Sith nafnið Darth Vader. Stútfullur af reið klárar Vader það sem Sideous byrjaði á. Í þessu reiðikasti drepur hann Padme sína heittelskuðu og þá Jeda sem eftir eru að undanskildum Obi Wan og Yoda sem ná að flýja vil illan leik.

Svo er bara að sjá öll ósköpin á hvíta tjaldinu.

Takk fyrir og góðar stundir.