'Eg var að enda við að horfa á Seinnasta þátt í seríu eitt af BSG og ég verð að segja að þetta er alger snilld. Loksins kominn metnaðarfull Sci-fi þáttaröð sem kemur með eitthvað nýtt og fersk inní Sci-fi flóruna sem er búinn að vera í stöðnun síðustu 10-15 árin(jæja allaveganna að mínu mati). Ég flokkast sem Star Trek fan með DS9 sem uppáhalds Sci-fi sjónvarpsþáttaröð en er frá og með þessari stundu búinn að dumpa DS9 og setja BSG í fyrsta sæti(þó mun alltaf vera sérstakur staður í hjarta mínu tileinkaður DS9….wtf is wrong with me ;)
Mennirnir á bak við BSG hafa gert eitthvað sem flestum Sci-Fi framleiðendum hefur flaskað á í svo mörg ár en það er að búa til þáttaröð sem er trúverðug hvort sem það kemur að persónusköpun, techno-babel eða útliti. Tæknibrellurnar eru mjög skemmtilega gerð og orrustu atriðin þegar flaugarnar eru að takast á eru TÖFF.
Jæja það er gott að vita að það eru þarna úti menn sem eru tilbúnir að búa til Sci-Fi án þess að láta binda sig niður af Star Trek hefðinni og vonandi verður önnur serían af BSG jafn skemmtileg og sú fyrsta.

Ég verð að skipa mér í hóp með þeim sem finnst við hæfi að Breyta nafninu á þessu áhugamáli í Vísindaskáldskap(ekki Sci-Fi) í staðinn fyrir Star Trek þar sem nú er búið að reka seinnasta naglann í líkkistu ENT og ekkert meira Trek á leiðinni í náinni framtíð.

cent
“Við getum ef til vill ekki varist því að fuglar tylli sér á höfuðin á okkur, en við getum varnað þeim að hreiðra um sig þar” Lúther

??????????? hvaða hálfviti fannst það sniðugt að enda alltaf á einhverri heimskulegri tilvitnun