Greyið hann Kim Mig langar bara að vekja athygli á því hvað mikið óréttlæti viðgengst um borð á Voyager!

Ég á bara eftir að horfa á 3 seinustu þættina þannig að þeir sem eru ekki komnir það langt ættu kannski ekki að lesa þetta ef einhverjir spillar (spoilers) gætu leynst hér.

Nú er hann ensign Kim búinn að vera um borð Voyager í um 7 ár og ekkert bólar á stöðuhækkun. Mörgum fynnst Kim kannski einhver lúði sem á ekki stöðuhækkun skilið en ég vil benda á nokkrar staðreyndir:

1. Harry Kim er einn af Command liðinu, þ.e. hann situr á brúnni og stjórnar einhverju veigamiklu fúnksjóni.

2. Hann hefur fengið að stjórna næturvörslu brúarinnar og er því acting kafteinn á meðan hann situr í sætinu góða.

3. Af ekki 200 meðlimum skipsins hafa fjölmargir verið teknir fram yfir hann í metorðastiganum. Hér verða þeir taldir upp:

a) Commander Chakotai, einhver skæruliði sem er smellt í næstráðandi stöðu á skipinu.
b) B'Lanna Torres, annar skæruliði sem féll út úr Starfleet Academy ung að árum fær stöðu yfirmanns vélarrúms.
c) Tuvok fékk stöðuhækkun í einum þættinum (ekki það að hann hafi ekki átt það skilið).
d) Læknirinn fékk að bæta við sig stjórnunarforriti sem gerir honum kleyft að stjórna skipinu ef eitthvað kemur fyrir.
e) Neelix er búinn að fá á sig helling af nafnbótum og titlum. Móral Officer, Ambassador, kokkur, barnapía og fleira (þau losa sig síðan loksins við hann í 7.23, THANKGOD).
f) Tom Paris, einhver glæpon, fær stöðuna Lieutenant um leið og hann gengur um borð. Hann missir hana seinna niður í Ensign vegna brota á frumreglunni (fékk hann hana ekki síðan aftur? Ég bara man ekki).

Þetta voru nokkur dæmi um óréttlætið sem viðgengst um borð Voyager og verð ég nokkuð fúll ef greyið fær ekki stöðuhækkun í þessum þrem þáttum sem eru eftir.

Endilega tjáið ykkur um þetta.

Hemmi.
Hemmi.