Jæja, þá er komið að því að ég fari að skrifa hér grein um starwars:battlefront þar sem hann hefur farið með ágætum vinsældum gegnum heiminn, þar sem að það hefur nú ekki ýkja mikið gerst hérna á starwars áhugamálinu síðasliðna daga. En allavega ætla ég að hafa hér smá grein um leikinn sama þó þið viljið ekki fleiri greinar um tölvuleiki. Ég reyni svo síðar að bomba nokkrum greinum inn um starwars heiminn.


Þetta er svona frekar ágætur leikur eða helst mjög góður þegar maður hefur vanist honum. Ég keypti hann í Hagkaup fyrir svona þermur vikum og hef bara legið í þessu leik, engum öðrum og skemmt mér bara stórfenglega þar sem þessi leikur tók af mér allan tíman. Ég get núna rústað öllum borðum í esay án þess að drepast og og í medium þá get ég það stundum en í hard þá þarf ég nú að hafa fyrir því.


Grafík leiksins er nú ekki af verri taginu þar sem mér finst hún bara geðveikt töff en background-ið dregur svo aðeins úr, það er ekkert sérstakt. Andlitin eru alveg ágæt á köllunum sem sést í en það er nú bara aukaatriði.


Ég hef nú verið að spil leikinn svolítið mikið á netinu á enskum server-um og er nickname-ið mitt “YODA” og endilega AIIiR sem eru að spila hann á netinu segja mér nickname-in sín og ef einhver veit hvað það kostar svona sirka að spila hann á enskum server í einn klukkutíma endilega segið mér. Ég þarf að vita, eða hvað það eru mörg megabytes á klukkutíma á enskum server.


Hann fær í einkunn hjá mér “A” eða 9,0 og finst mér hann eiga það fullskilið, en ég ætla koma einu á framfæri, það kemur enginn leikur í staðinn fyrir STARWARS:KNIGHTS OF THE OLD REPUBLIC.