Útlistun á væntanlegum teaser trailer fyrir Ep. III Varúð! Inniheldur spoilera!

Þetta er lýsing á væntanlegum teaser trailer fyrir Star Wars - Episode III: Revenge of the Sith. Ég tek það fram að ég hef ekki séð trailerinn, þetta er aðeina þýðing úr ensku. Hann er 100 sekúndna langur, og verður gerður opinber á næstu vikum.

Í fyrri helming trailersins heyrum við nokkrar kunnuglegar línur Obi-Wan Kenobi úr gömlu trilógíunni. Talandi um að Jedi-arnir hafi alltaf verið friðargæsluliðar vetrarbrautarinnar. Á meðan við heyrum þetta, sjáum við nokkur skot úr Star Wars-myndunum, þ.á.m. Revenge of the Sith. Síðasta línan sem við heyrum er “Vader was seduced by the dark side of the Force” og þá sjáum við andlitið á Anakin úr Ep.3. Hann er með svarta hettu á höfðinu, og mjög illur á svip.

Eftir þetta kemur skot af gjósandi eldfjöllum og svo einhvers konar verum sem líkjast kröbbum, og síðan svartur skjár. Undir þessu glymur andardráttur Svarthöfða. Svo heyrist þetta:

Sidious: “Lord Vader…”
Vader: “Yes?”
Sidious: “Rise.”

Þá sjáum við Svarthöfða í fullum skrúða að rísa upp á einhvers konar borði, sem hann er hlekkjaður við. Upprisan er hæg og er klippt með skotum af ýmsum Star Wars-persónum. Þegar borðið hefur risið alveg upp í 90°, hefst aðalkafli trailersins, með mörgum skotum úr Ep.III. Flest eru mjög stutt - sem þýðir að hörðustu aðdáendurnir munu stoppa og skoða hvert einasta smáatriði í hverju skoti fyrir sig. ;)

Þessi skot festust mér í minni (þ.e. þess sem skrifaði þetta upphaflega):
- Fullt af Wookiee-um á einhversskonar flotpalli.
- Padmé með Leiu-hárgreiðslu.
- Tri-fighter-inn, forveri TIE-fighter-anna, með þrjá bogadregna vængi og byssur á hverjum þeirra. Þeir skjóta rauðum leiserskotum.
- ARC Clonefighter, forveri X-wing, með þrjá vængi hvorum megin.
- Risastórt geimskip, úðað með einhvers konar sýru.

Trailerinn endar á setningunni: “THE SAGA IS COMPLETE - MAY 2005” eða “SÖGUNNI ER LOKIÐ - MAÍ 2005”.

Þýtt af TheForce.net - Upphaflega greinin