Hvað er það við fantasíuna Star Wars sem gerir hana svona spennandi og skemmtilega, í samanburði við allar aðrar science fiction sögur sem til eru?
Nokkrir hlutir sem ég hef verið að velta fyrir mér.
Einn þessara hluta (að mínu mati) er að jörðin okkar er aldrei nefnd og jarðarbúar ekki til í Star Wars.
Og sagan er gerð svo allir aldurshópar geta skilið hana (á sinn máta) og skemmt sér yfir henni. Og jafnvel þegar maður hefur elst uppúr sínum yngri árum, þá getur maður loksins skilið útá hvað sagan gengur.
Síðan er ekki til neinn guð í SW heiminum, einungis force-ið sem er óvenjulegt miðað við aðra alternative heima.
Er eitthvað fleira sem ykkur dettur í hug sem gerir Star Wars heiminn svona æðislegan?