Hér upp á síðkastið hafa stjórnendur Star Trek áhugamálsins verið að samþykkja efni, sem ég tel að eigi ekki heima í greinahluta Star Trek áhugamálinu…..

Ég er að tala um greinarnar “Warp speed?”, “Babylon 5” o.fl.

Hérna fyrir neðan kemur lýsing á greinum og hvernig þær skulu vera, sem ég fann á eftirfarandi slóð:
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_id=16803&more=1

———————
? Hvað eru greinar

:) Greinar eru sendar inn af þér og öðrum notendum á Huga. Greinar eru málefnalegar, <b>um viðkomandi áhugamál</b>
, ítarlegar og ekki bull. Þetta er oft þin
skoðun eða skoðun annara sem þér líkar ekki, eða atburðir sem <b>tengjast viðkomandi áhugamáli</b>
. Þær eru frekar formlegar og við á Huga höfum oft
miklar skoðanir á aðsendum greinum. Við höfum líka skoðun ef þú sendir inn lélega grein :). <b>EKKI senda inn efni sem er ekki samið eftir þig. Það er
ritstuldur.</b>
———————-



Ég er ekki að ráðast á höfund greinana. IBwolf og þeir sem skrifa Babylon 5 greinarnar hafa áhuga á þessu og skrifa ágætis greinar.
Greinin hans Disco sem inniheldur textann úr New Scientist er fín lesning.
En báðar greinarnar eiga ekki heima á Star Trek greinunum…
Ef að þetta á að vera svona þá get ég líka fundið helling af athyglisverðum greinum og sett þær hingað inn. En skiptir engu að viðkomandi skrifi greinina?
Ég vil alls ekki væna disco um óheiðarlega stigasöfnun. En sannleikurinn er sá að ef að engin leggur niður línurnar, þá gæti star trek svæðið undirlagst afrituðum greinum og greinum um Space Above and Beyond, Lexx, Babylon 5, Battlestar Galactica o.s.frv

p.s. ég er ekki hipp og kúl

MBK, Droopy