Boba Fett Svalasti náunginn í geimnum er að sjálfsögðu Bounty Hunterinn Boba Fett :

Boba Fett sem er klóni af hinum öfluga “föður” sínum Jango Fett . Jango kenndi Boba allt um að komast lífs af , bardagalistir og kenndi Boba á leiserbyssur.

Boba var alinn upp á plánetunni Kamino þar sem þeir eru bestir í að framleiða Klóna . Í kamino áttu feðgarnir að vera mjög örrugir þangað til að Jediinn Obi Wan kom til að fanga Jango Fett fyrir morðtilræði á þingmanninum Amidala . Þar voru miklir bardagar í geim og á landi milli þeirra þar sem Boba Fett tók þátt í að tæta Obi Wan Kenobi í parta á geimskipinu “Slave 1”. Þegar þeir héldu að Obi Wan væri allur fóru þeir á plánetuna Geonosis þar sem Boba Fett sá Jediana vera slátrað í stórum bardaga milli góðs og ills . En þegar klónarnir komu til að bjarga restini af Jedionum þá ákvað Jango Fett að skarast í leikinn en hann tókst aðeins að drepa þar 1 jedi , eitt “naut” og vera drepinn þá af Mace Windu á augnabliki . Boba brá að sjá stutta dauð föður síns og tók upp tóma hjálm föður síns .

á tíma “Empire” þá ákvað Boba Fett að verða fremsti Bounty Hunter í geimnum í sinni brynju lík föður síns . Í brynjunni inniheldur rocket pack,(veit ekki hvað þetta heitir á ísl.) eldvörpu , eldskeyti og fleira.

Eftir Bardagann á Hoth þá réð Darth Veder nokkra Bounty Huntera til að ná Fálkann. Vader vildi hann lifandi og óskaðaða þar sem Darth Vader var kunnugur orðspor Boba Fetts . Boba Fett var eini Hunterinn sem náði að fylgja Han Solo til Skýjaborgarinnar Bespin fékk verðlaun en vildi fá Han Solo sem var frosinn og fá rausnargjaldið á honum frá Jabba the Hutt. Boba Fett fór þangað og var fleiri þúsundum “creditum” ríkari . Boba vildi þó vera þarna áfram því hann vissi að vinir hans mundu reyna að bjarga Han solo. Þeir fönguðu Luke,leiu,Lando og Chewy og ætluðu að láta þau ofan í kokið á jarðarskrímslinu Sarlacc. En Han Solo og vinir hans gáfust ekki svo auðveldlega upp börðust gegn mönnum Jabbas og Boba Fett. Han Solo sem var frekar ringlaður náði að henda öxi í rocket packið á Bobas Fett þar sem Boba fett fór út um allt og negldi á seglskipið hans Jabbas og datt ofan í kokið á Sarlacc. Já þar endaði ferill Bobas Fett í að handsama flóttamenn fyrir Empire og glæpamenn undirheims .

Það gleður ykkur áreiðanlega að heyra að skrímlið Sarlacc tekur nánast 1000 ár til að melta hluti.