http://www.treknation.com/nielsens/index.shtml

Mikið hefur verið rætt um áhorfið á Star Trek, og hvernig það hefur HRUNIÐ niður síðan að Next Generation var á skjánum.

Á slóðinni hér að ofan er að finna Nielsen áhorfstölurnar alræmdu sem meðal annars hafa áhrif á það hversu mikla $ framleiðendur þáttana hafa úr að spila [þ.e. hversu mikinn pening er hægt að rukka fyrir auglýsingar sem sýndar eru meðan viðkomandi þáttur er sýndur]

Ég gluggaði aðeins á tölurnar og tók saman fyrir seinustu ár ds9/tng/voy, s.s. 7.ár

Reyndar er Voyager ekki alveg búin að renna sitt skeið, en ekki er búist við miklum uppsveiflum, nema kannski fyrir seinasta þáttinn, en hann ætti ekki að hafa afgerandi áhrif á áhorfið.

TNG meðaltal 2.-3. sæti
DS9 meðaltal 15.-16. sæti
VOY meðaltal 80.-90. sæti


Að mínu mati er margt sem spilar inní þetta hrun áhorfsins, en meginástæðan er vitaskuld sú að DS9 og VOY eru einfaldlega verri þættir.

Leikarar: TNG hafði 2 mjög sterka leikara, Stewart, Spiner og einnig gott úrval regulars, [Frakes, Dorn og fleiri]
Einnig voru nokkrir sterkir Semi-regulars: De Lancie, Goldberg og fl.

Fyrir utan Brooks, sem náði ekki að vinna hjörtu áhorfenda fyrr en á fjórða ári seríunar [þegar karakter hans fékk smá meikover, bæði í útliti og á handritinu] hafa hvorki DS9 né VOY haft öfluga aðalleikara.
Reyndar verður þetta að skrifast bæði á handritshöfundana og leikarana, en vitaskuld sýnist hverjum sitt…

Handrit: Það liggur lítill vafi á því að TNG hafði yfir betri handritshöfundum að ráða…. [eða betri handritum] heldur en í DS9/VOY….
En það sem spilar inn í það eru nokkur atriði. Grundvallar hugmyndir Gene Roddenberry, sem skapaði The original series og svo snilldarlega The Next Generation voru beygðar og stundum brotnar þegar DS9/VOY voru þróaðir. Rick Berman, sagði oft að hann væri núna yfir Star Trek og myndi breyta ýmsum hlutum, en það lagði grunninn af því að hluti af þeim sem horfðu á TNG misstu áhugan þegar að DS9 byrjaði……
Einnig spilar það inn í að DS9 byrjaði sitt fyrsta ár alveg hryllilega og voru það dýr mistök…. Ef að áhorfstölurnar eru skoðaðar sést að áhorfendur voru fljótir að gefast upp á hinu nýja star trekki sem ds9 var…..

Eins og ég sagði eru svona mistök dýrkeypt, og hafa þau í för með sér að hvorki DS9 né VOY finna sér breiðan áhorfendahóp og þá byrjar örvæntingin. Nýjar persónur fengnar í spilið, Óvinir [BORG] ofnotaðir…. Hasarinn settur í botn. Tilvísanir í 20.öldina verða fleiri og fleiri [Proton, VIC Fontaine og fl, sjónvarp inni hjá Paris, Tímaferðalög/minnisferðalög o.fl.o.fl] Gestaleikarar úr vinsælu skemmtiefni í USA i.e. THE ROCK.

Örvæntin gengur semsagt út á það að Star Trek veit varla lengur hvað áhorfendur þeirra vilja sjá… og þeim mun meira sem þeir reyna að brydda upp á nýjungum í þeirri von að fá fleiri áhorfendur, missa þeir meira og meira af gamla kjarnanum.

Star Trek er fan pakki…. það hefur verið að breytast… en með nýjungunum hefur þeim ekki tekist að láta Star Trek höfða til fjöldans…

Ég held að gamla orðatiltækið virki best “if it's broken, why fix it?”