Ég hef verið að fylgjast með Enterprise þáttunum á RÚV, og þó ég sé ekki mikill Star Trek fan og hafi ekki séð eina einustu mynd, þá finnst mér þeir þrusugóðir:).


Ég hef einnig tekið eftir (þar sem ég hef tekið flesta þættina upp og horft á oftar en 1 sinni) nokkrum mótsögnum sem koma upp í þáttunum.


Allar þessar mótsagnir eru þó tengdar einu máli: Mönnum og hversu lengi þeir hafa haft vörpudrif. T.D. Í einum þættinum þá hittir svarti flugmaðurinn (Mayweather), fjölskyldu sína á gamla cargo skipinu þeirra, “Horizon”. Nú, í þessum þætti eru vélstjórinn (Tucker) og Flugmaðurinn að tala saman og fer það eihvern veginn á þennan veg:

Tucker: “I'd also like to take a peek at your engine room.” Mayweather: “sir, the Horizon is (takið eftir) 50 years old, i doubt theres much to look at.” Tucker: “oh, dont be silly, i heard Zephram Cochrane personally signed the insides of each reactor casing.”

Fyrst fór ég að hugsa….“50 ára?? Er Enterprize ekki fyrsta warp skipið sem menn eiga??” Og þá hugsaði ég, “Og var það ekki pabbi Captain Archer sem hannaði fyrstu vörpuvélina???”

Eftir það fór ég að hugsa um aðra setningu úr þætti þar sem þau finna eitthvað skip úr framtíðinni, þá sagði Archer: “I wonder, if this could be Zephram Cochrane. They said he was experimenting with (takið eftir) some kind of a warp ship when he disappeared.”

Þetta er frekar skrýtið, var Zephram Cochrane semsagt bæði búinn að byggja fyrstu vörpuvélina, lauma henni í þetta skip (Horizon) og byrjaði þá að gera tilraunir með einhverja aðra vél?? Þetta gengur auðljóslega ekki upp.

Það var meira að segja heill þáttur um fyrsta vörpuflugið um daginn. Þá man ég ekki betur en að Archer hafi verið á besta aldri á bakvið stýrið á skipinu.

Endilega komið með svör, útskýringar og pælingar.