Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með nýjustu þáttunum og eru aðeins að horfa á þættina sem RÚV sýnir ættu að hætta lesningu.



Ég er aðeins búinn að vera pæla í Enterprise, ætlaði nú ekki að hafa þetta sem gagnrýnisgrein, en ég gat ekki staðist það.

Season 1 og 2: Frjálslegir þættir, of einfaldir, fínar tæknibrellur og farið út í Sulubans og TCW (temporal cold war).
Reyndar endar season 2 með því að ráðist er á jörðina og Xindi stríðið byrjar.

Season 3: Snýst algjörlega um að finna Xindi og eyðileggja vopnið sem þeir eru að byggja. Vil ég aðeins fara nánar út í þetta season.

Þó svo að þessir þættir eru orðnir betri, komin aðeins meiri spenna, hasar og söguþráður í þetta, þá finnst mér sem þetta taki ansi langan tíma. Í hverri viku hlakkar mig til að ná í nýjasta þáttinn og vona að eitthvað mikið gerist. Þó svo að mikið gerist í þættinum þá er svo lítið að það hreyfir varla við heildar söguþræðinum.

Í DS9 (dominion wars) þá var mikið um að hafa þá þætti sem skiptu mestu máli sem continue, þ.e.a.s. 2 þættir sem einn. Í þessum þáttum gerðist mjög mikið, eða svo fannst manni.



En mér finnst gaman af ENT Xindi wars, þó svo að mér finnst að sumir þættir mættu hafa meira söguþræðilegt gildi. Er að verða doldið leiður á því að sjá enterprise setja stefnuna á einhvern stað sem fjallað verður um í næsta þætti, og maður vonar að eitthvað rosalegt gerist í þeim þætti…en þá gerist bara eitthvað smá og enterprise setur aftur stefnuna á einhvern annan stað…BAHH..