Þar sem það vantar nú greinar hingað inn hef ég ákveðið að skrifa um leikinn Star Trek Bridge Commander.

Leikurinn gengur útá að þú stjórnar brú í U.S.S. Dauntless en það er Galaxy class geimskip. Þarna í leiknum eru Galaxy class ekki lengur top of the line skip jarðar eins og þau eru í Enterprise seríunum heldur eru núna komnar nýjar tegundir og ber þar hæst að nefna Sovereighny flokkinn (held að það sé skrifað þannig). Það er s.s. flokkurinn sem Enterprise er í bíómyndunum eða Enterprise-E.

Í brúnni hjá þér eru 5 aðilar. Helm Control, tactical, second officer, science officer og engineering officer. Svo að við förum yfir hvað hver getur gert þá byrjar maður bara.

Helm control er eins og flestir vita flugmaður skipsins en hann sér um bæði að stýra skipinu og kalla upp nærliggjandi skip.

Tactical officer tekur yfir stjórn skipsins þegar í bardaga er komið og sér hann um að nýta vopnin og tractor beam.

Second officer setur aðvörunarstigin, gefur þér ráð og í gegnum hann geturðu haft samband við “starfleet” og þar geturðu séð hvað þér ber að gera.

Science officer sér um að skanna svæðin í kring í leit að skipum og reikistjörnum, einnig getur hann skotið könnunarhnöttum en ég er ekki alveg viss á því hvaða gagn það gerir þér.

Engineering officer sér um að stjórna rafmagninu sem sér um skipin og hefur yfirumsjón með viðgerðum. Í skipinu eru 3 viðgerðarlið og velurðu hvað er gert við í hvert skipti, fer það bara eftir því hvað skipið er að gera akkúrat á þeim tíma.

Aðvörunarstigin eru 3. Green alert en þá eru hvorki skildir né vopn uppi og er það í venjulegu flugi. Yellow alert en þá eru skildirnir komnir upp, getur verið hentugt í vafasömum aðstæðum og svo er Red alert en þá eru vopn einnig komin upp.

Þú getur tekið yfir stjórn bæði tactical officer og helm control en þú getur farið út og stýrt skipinu á impulse afli. Sem tactical geturðu bæði ákveðið á hvaða skip hann á að skjóta, hvort að hann eigi að vera nálægt skipinu eða halda sér langt frá því og svo hvaða byssur hann á að nota. Þú getur látið manual á þar og það er langbest því að þannig geturðu stýrt hvert þú skýtur hverju sinni og getur metið hvaða skip er best að halda niðri en þau auðvitað gera við sig alveg eins og þú getur gert við þitt skip.

Þessi leikur er mjög skemmtilegur og þó í erfiðara laginu og aðal gallinn er það að maður verður að horfa á myndbönd þar sem talað er um verkefnin og svo að það er ekki hægt að vista í miðju verkefni svo að ef maður klúðrar verkefninu þarf maður að horfa á myndböndin aftur.

Mangudai - Ingva