ÞAð eru margir hérna að halda því fram að DS9 sé \“rip off\” eða eftir herma af DS9. Maður gæti eins sagt að Babylon 5 sé eftirlíking af DS9.
Hér eru tvær staðreyndir. Fyrsti pilot þátturinn fyrir Babylon 5 var bíómynd sem hét the Gathering og var fyrst sýnd úti í hinni blessuðu Amríku þann 8. mars 1993. Hinsvegar var fyrsti Deep Spacce 9 þátturinn sem hét Emissary sýndur þann 3. janúar 1993. Sem sagt fyrstu þættirnir af bæði DS9 og babylon 5 voru sýndir á nær sama tíma. Ég ætla nú ekki að fara að spá um hvor hafi fengið hugmyndina fyrst um geimstöðvar-þátt, en samkvæmt þessu er það nú þannig að framleiðsla á þessum báðum þáttum hafi farið af stað á nokkurn veginn sama tíma og hvorugir eftirhermur af hvorum öðrum- heldur bara tilviljun.
ÞAð getur vel verið að hlutir sem væru að gerast í sitt hvorum þáttunum hafi haft áhrif á höfunda í hinum þáttunum. EN það verða menn að athuga, að er tvíeggja sverð- Það getur eitthvað sem var að gerast í Babylon 5 haft áhrif á höfunda DS9 en það hefur líka eitthvað sem var að gerst í DS9 getað haft jafnmikil áhrif á höfunda Babylons 5. Að fara að vera með einhverjar fullyrðingar um einhverja \“copycat\” stæla þarf sá hinn sami að hafa samviskusamlega farið í gegnum \“episode guide\”anna í hvorri þáttaröð fyrir sig til að gá að hvort eitthvað í Babylon 5 hafi verið sýnt nógu langt á undan einhverju sem gerðist í DS9 til þess að höfundar DS9 hefi getað tekið það og skrifað það inn í sinn þátt. Auðvitað gengur þetta á báða bóga.


Smá persónulegt innskot: Ég hef sjálfur séð nokkra af BAbylon 5 þáttum og finnst ekki mikið til þeirra koma. Mín skoðun er að Trekkari sem horfir á Babylon 5 sé SVIKARI! (nei smá grín :)