Ég er búinn að vera að horfa á nokkuð af TNG-þáttum nýverið nánar tiltekið tvöfalda þætti sem er búið að skeyta saman í “full-lenght” mynd(nokkuð sniðugt og skemmtilegt fyrirbæri). Ég hef velt fyrir mér af hverju TNG urðu jafn vinsælir og raun bar vitni og af hverju þáttaraðir einsog DS9 og VOY urðu ekki nærri eins vinsælir.
Ég er sjálfur DS9-maður, einfaldlega vegna þess að það voru þættirnir sem ég ólst upp með hérna uppá skeri frá því það var byrjað að sýna þá á rúv 1992(að mig minnir), eftir að hafa svo fylgst með VOY og kíkt á eitthvað af TNG hef ég alltaf haldið trú við DS9 og fundist þeir skemmtilegastir. Ég, persónulega held að stór hluta af ástæðunni megi rekja til hversu ótrúlega góður leikari Ptrick Stewart er í raun og veru og hversu óhemju skemmtilegur karakter Data er og hve Brent Spiner túlkar hann vel. Það er alveg örugglega margar ástæður aðrar fyrir vinsældum TNG(sem þið getið ábyggilega nefnt) en þetta er sú ástæða sem mér finnst vera hvað stærst. Eftir að hafa horft á þessa TNG-þætti og skemmt mér alveg óurlega yfir uppátækjum og samtölum Data(flestir eru mér örruglega sammála um að hann sé óumdeilanlega einn skemmtilegasti karakter í star trek) og ótrúlega góðum leik Patrick Stewarts er það mitt álit að þeir eiga mjög stóran hlut í því hve TNG var vinsælt.

Lifið heil. :)