Nú getur mér ekki orða bundist. Enn á ný er vaðið yfir okkur „ólánsmennina“ sem finnst gaman að horfa á StarTrek. Það er hreint og beint óþolandi að þátturinn sé alltaf felldur niður sökum einhvers „íþróttaviðburðar“ sem að mínu mati á ekkert meiri rétt á útsendingartímanum en StarTrek.

Raunar er það svo að StarTrek var á auglýstri dagskrá, á eftir þessu íþróttamóti. Mér er þá spurn, eigum við að gjalda þess að mótið tefjist? Hverjum er ekki drullu-sama hvort Jón Arnar lendir í síðasta sæti, eins og venjulega, eða hvort honum gangi eitthvað betur?

Mér finnst þetta ástand vera algerlega óviðunandi. Það er verið að vaða yfir okkur á skítugum skónum og það hefur verið gert í allt of langan tíma. Þess vegna legg ég til að menn kvörtunar-email á þetta neðangreint netfang, sem er hjá skrifstofu framkvæmdastjóra Sjónvarps.

Bjarni Guðmundsson, Framkvæmdastjóri: bjarnig@ruv.is