Sú tækni sem hefur og er ráðandi í star trek heiminum er að nota Andefni(efni þar sem kjarnin er mínus hlaðin og rafeindirnar umhverfis plúshlaðnar(að mig minnir)) og blanda því við venjulegt efni í einhverskonar kljúf(warp-core) við þetta losnar gríðaleg orka sem er síðan notað til að knýja geimförin. Þetta er aðferð sem vísindamenn í dag spá að verði sú tækni sem menn muni nota í framtíðini(reyndar mjög fjarlægri framtíð) til geimferða. Orkan í dag sem færri í að búa til eitt kíló af andefni væri jafn mikil þeirri orku sem öll orkuverinn á Íslandi framleiða á 3 árum(úff). Síðan er það geislunin en við þessa tækni myndast hættuleg banvæn röntgengeislun.
Þetta er sú tækni sem nær allir kynþættirnir nota í star trek(klingonar, romular, cardassiare, dominium, breen………) og allt gott og blessað með það. En þar sem alheimurinn er svona gríðalega stór ættu líka að leinast þarna úti einhverjir kynþttir sem nota ekki “Warp-field”(andefnis) tæknina heldur einhverja aðra einsog t.d. Kjarnakljúf(sem hitar vetni þannig að það fer út með miklum hraða=space travell) eða Jónahreyfill(rafeindum er skotið á loftstraum(Xenon) jónunin gerir kleift að hraða loftinu mjög á leið út=space travell). Kannski höfum við ekki séð mikið af kynþættum sem nota ekki “Warp-field” tæknina er vegna 1. frumregluna í starfleet: Ekki skipta sér af vanþróuðum samfélögum. En það þýðir hinsvegar ekki að vanþróuð samfélög geta ekki skipt sér af Starfleet eða að t.d. 2 kynþættir eru að berjast og annar er miklu þróaðri en hin og Starfleet sjá sig knúna til að skerast í leikin(sbr. Sameinuðu þjóðirnar). Önnur ástæða fyrir að við séum ekki búinn að sjá slíkt er að þar sem það er svo mikið af þekktum kynþátturm í Alpha-fjórðungnum að enginn þeirra sé svona vanþróaður. Hinsvegar væri upplagt að setja svoleiðis kynþátt í Delta-fjórðungnum þar sem Voyager er eitt að ferðast í gegnum gríðalega stórt svæðiog að hitta marga ólíka kynþætti. Mjög gott dæmi um kynþátt sem bygði geimferðir sínar á aðeins öðruvísi tækni var Malonarnir í the ”Void” þarna vorum við með kynþátt sem bjó ekki yfir tækni til að gera geislunina(sbr. röntgengeislunina) sem verður til við Andefnis-tæknina óvirka og varð því að losa sig einhvernveginn við hana(henda henni á geimruslahauga).
Ég get svo sem ekki sagt með vissu að allir kynþættirnir sem Voyager hefur hitt byggja geimferðirnar sínar á andefnis-tæknina, einfaldlega vegna þess að það kemur hvergi fram í megnið af þáttunum hvort þeir séu að nota Andefnis-tæknina eða ekki. Ég get sem sagt ekki verið að alhæfa neitt, en þar sem oft er talað um að skip sé að koma á “wörpu 8” eða eitthvað svoleiðis þá er hægt að gera ráð fyrir því.
Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að það væri skemmtilegt að sjá þátt þar sem það kemur fram að þessi kynþáttur sé einmitt að nota þessa tækni en ekki hina,ef bara til að sýna framá að allir í alheiminum noti ekki sömu tæknina. Þetta er kannski of djúp pæling en þar sem star trek leggur sig fram við að hafa þetta allt saman svo raunverulegt(thats why I like it so much) væri gaman að sjá eitthvað í þessum dúr. :)

/(Efnið um öðruvísi geimferðir(Kjarnaklúf, Jónahreyfill) og um andefnis framleiðslu í dag var tekið úr grein úr morgunblaðinu eftir Egil nokkurn Egilson)/