RE: Af hverju Star Wars er betra en Star Trek McLaren talar um að Star Trek sé verra heldur en Star Wars. Það sem hann er ekki að átt sig á er að í Star Wars er lítll sem enginn boðskapur, þetta er allt byggt á hugviti eins manns. Star Wars er gott gilt ágætar bíómyndir, verri tölvuleikir reynar og allt prómóið þar í kring. Star Wars er ætlað fyrir yngri kynslóðina rétt eins og fyrstu 3 myndirnar voru ætlaðar fyrir yngri kynslóðina þá, ég tilheyri þeirri kynslóð. Ég sá sjálfur StarWars þegar ég var 8-10 ára gamall og ennþá þykir mér þetta skemmtilegt. Star Wars er samt ekkert meira fyrir mér heldur en bara einungis ein stór tæknibrella með fólki í til að spanna persónu. Mér þótti lítið varið í persónusköpun Lucasar í Episode I. Að þessum sökum tek ég Star Trek (DS9, Voyager og NG) fram yfir Star Wars hvenær sem er. Í Star Trek sjáum við persónur skapast, persónur sem hafa áhrif á hvora aðra. Persónur frá mismunandi heimkynnum, það er ekki handritshöfundur bakvið þættina/bíómyndina heldur margir. Áhrif sem liggja á þeim sem skrifa handritin eru gífurleg, ekki einungis verður að fylgja upphafsstefnu Gene Roddenberry´s föður ST þar sem hann hafði hugsað ST-veröldina sem einhverskona Utopiu rétt eins og gríski heimspekingurinn Plató ritaði svo eftirminnilega um. Heldur verður að sameina svo marga þætti sem þegar eru til staðar, svo margar persónur og dýpt þeirra. Veröld Star Trek er miklu stærri heldur en sú í Star Wars. Star Wars einblínir á eina fjölskyldu, þetta minnir einna helst á Dallas. Mín lokaorð eru sú að fólk ætti að gefa Star Trek meira tækifæri og virkilega fylgjast með af athygli hvað fer fram í þessum þáttum.

Lifi Star Trek.

ScOpE