Borg eru flottustu óvinirnir í Star Trek, án efa og mér finnst fínt að hafa þá gegnum gangandi í þáttunum (í STTNG og mest í Voyager), en mér finnst bara stundum eins og nóg sé komið og þá meina ég mest 7/9.

7/9 er jú flott og allt það (sem stelpa kann ég samt alveg að meta að hún er dead-sexy) en hún er búin að taka yfir Voyager!!! Það virðist vera að framleiðendur þáttanna eru að láta ráðast af gröðum trekkurum og gefa 7/9 mesta air-time af öllum.

Þið sem eruð enn í fimmtu seríu megið hlakka til að sjá meira og meira af 7 það sem eftir er! 7 er ástfangin, 7 er í lífshættu, 7 er í tilvistarkreppu, 7 er að verða meira human, 7 sýnir tilfinningar og svoleiðis! Maður veit varla hvað er í gangi hjá hinum meðlimum áhafnarinnar því þeir virðast bara sjást þegar þeir eru að tala við 7 eða um 7. Síðan þegar það kemur þessi einn og einn þáttur þar sem eitthvað annað er að gerast þá virðist 7 alltaf vera “the hero” eða tengjast því einhvern veginn.

Samt virðist sem hinir áhafnarmeðlimirnir eru allir orðnir hundleiðinlegir miðað við 7, enda skrifaðir þannig. Þegar öllu er á botninn hvolft þá langar mig ekkert frekar sjá Harry verða fyrir ástasorg eða að berjast við sjálfstraustið sitt, eða Belanna og Tom kela, eða Janeway velta fyrir sér erfiðleikunum við “command”… Það bara virðist ekkert “juicy” gerast lengur sem er ekki 7 “related”. Þannig að maður bara verður að vera sáttur við þessa 7-þætti því annars yrðu þeir drepleiðinlegir…

Jæja, bara mín skoðun, þetta gæti að vísu allt breyst því ég hef ekkert tékkað á því hvernig næstu þættir verða, kannski eitthvað án 7/9.