Geislabyssurnar sem voru notaðar í TOS voru nú ekkert það rosalegar og þá síst geislarifilinn sem var hálf hálvitalegur en það má nú fyrirgefa það með því að þesssir þættir voru gerðir á sjöunda áratugnum. Svo komu TOS-bíómyndirnar og þá voru geislabyssurnar bara nokkuð cool og báru þess merki að hafa þróast svolítið frá byssunum í TOS-þáttunum og allt gott um það að segja. Síðan kom TNG og þá var tekið stórt skref og geislabyssurnar voru mjög frumlegar og framtíðarlegar svolítið óhefðbundnar. Það fannst mér nú bara ágætt og finnsta þær bara mjög flottar sérstaklega með þeirri þróun sem hefur orðið á þeim í gegnum DS9 og VOY en þá er ég bara að tala um litlu handbyssurnar(það er nú kannski ekki altof gott að miða nákvæmleg með þeim en það er svo sem allt í lagi) Hinsvegar voru gislariflarnir sem komu í TNG alveg prýðilega flottir(kannski ekki alltof praktískir) og í svipuðum dúr og geislabyssurnar sem komu í TNG. Ekkert alltof stórir riflar með tveimur handföngum. Þessir riflar voru svo áfram notaðir í DS9. Svo í VOY var einsog það var tekið skref aftur á bak í þeirri þróun sem hafði átt sér stað í geislarifla -málum því rifilinn sem kom fram þar var stór, klunnalegur, alltof breiður, algerlega ópraktískur og bara plain ljótur(hann minti svolítið á rifilinn sem var notaður í TOS) Þetta var ekki nógu gott því til þess að geta notað rifil sem best þarf hann að vera handhægur ekki altof stór og praktískur. Þessir fyrnefndu eiginleikar komu hins vegar blessunar samlega fram í First Contact þegar nýr rifill var kynntur til sögunar(sami rifil og Worf heldur á hérna á Huga star trek myndina efst í hægra horninu). Þessi rifill leit vel út veitti stuðning við öxlina(einsog allir riflar í heimunum í dag) og praktískur. Loksins var kominn trúverðugur rifill sem menn gætu notað í fratíðinni. Þessi rifill var svo líka notaður eilítið í loka sessonum í DS9 en var víst ekki kominn til sögunar þegar Voyager skaust útí Delta-svæðið. Mér hefði fundist að Voyager hefði frekar bara átt að halda TNG rislinum í staðinn fyrir þenna ljóta og ótrúverðuga rifill sem þeir eru með(en svo sem ekkert við því að gera núna)
Mig minnir hinsvegar að í First Contact hafi líka verið annar geilarifill kynntur til sögunar sem var einskonar milli stig milli langa geislarifilsins og venjulega hand-geilsbyssunar. Einkonar Uzi eða vikinarsveita(SWAT) rifill sem var bara mjög cc0ol. Þetta var byssan sem Worf var með þegar Hann og Pcard fóru í geimbúninganna utaná skipið að stöðva áætlanir borganna um að senda merki til vina sinna í Delta-svæðinu. Þessi “mini” rifill hef ég svo því miður ekki séð síðan. Hann hefði verið góður í sérstök verkefni eða fyrir öryggissveitirnar á skipunum.
/(ég er ekki alveg viss um þetta með “mini” rifillinn en mig minnir sterklega að Worf hafi verið með hann þarna. vinsamlegast leiðréttið ef ég hef rangt fyrir mér)