Ég var að horfa á myndirnar FREKAR nýlega og var að taka eftir því að Shatner hefur mjög skrítinn leikstíl. Hvað það er nákvæmlega veit ég ekki. Maður getur ekki alveg komið orðum yfir það. En Picard var betri en Kirk. Það er pottþétt. Sérstaklega af því að hann fékk betur gerðar action-senur þó þær væru frekar illa gerðar fram yfir 4. seríu. Það var bara eitthvað sem klipparararnir gerðu vitlaust.

Meira að segja í þætti eins og “The Best of Both Worlds” þá er action-senan þegar að Borgverjarnir koma inn í fyrstu hörmulega klippt. Worf stekkur á Borgverja og skýtur og hann dettur, svo labbar einn Borgverji að Riker og hann setur upp einbeitngarsvipinn sem hann er svo þekktur fyrir og hleypur á og kýlir Borgverjann, svo er honum hent einhvert. Svo í þessu frekar rólega atriði er Picard tekinn. Þetta gerðist allt svo hægt!

Alla vegana, með von um góða umræðu eftir allt þetta!

Kári Emil
Af mér hrynja viskuperlurnar…