Ég byrjaði nýlega í hlutverkaleik í gegnum tölvupóst. Skipið sem ég starfa á heitir USS Excalibur og er Sovereign gerð, með nokkrum viðbótum, s.s. aukanemum og tundurskeytum. Sagan sem við erum að ganga í gegnum akkúrat núna er um það þegar að Bajorskur dictator (hvað er aftur orðirð yfir það) steypir forseta Sambandsins af stóli og sest þangað sjálfur. Það sem ég er búinn að upplifa hefur verið ágætt en…

Ég var svo óheppinn að koma inn í söguna í hálfgerðri gúrkutíð. Náttúrulega er sagan mikilvæg og merkileg, en það er ekki mikið líf í áhöfninni akkrúrat núna, hún fór að sofa, einmitt nokkrum dögum áður en ég byrjaði. Skólar og vinnur og fleira að byrja auðvitað og svona, þannig að ég held þetta fari að byrja almennilega, aftur.

Ég hef samt haft það gaman að þessu að ég ætla að mæla með þessu fyrir alla á þessu áhugamáli. Ég ætla líka að benda á að þetta áhugamál er álíka sofandi og Grizalíanskt letídýr :) eða hlutverkaleikurinn sem ég er í.

Prufið þetta, alla vega smá stund…
þetta er mjög gaman.

Virtasta dæmið er víst tangofleet.org og bravofleet.com en ég er sjálfur hjá stgf.org vegna þess að ég heyrði einhvers staðar að þetta stóra væri að lognast út af. Annars er hægt að finna svona út um allt. Leitið bara á google.com :)

Svo, sjáumst, heyrumst, skrifumst, festumst við þetta á-huga.is-mál.

Kári Emil
Af mér hrynja viskuperlurnar…