Hvort sem sería 5 mun gerast fyrir TOS, eftir VOY eða einhverstaðar þar á milli þá væri gaman að sjá nýja/gamla kynþætti úr Sambandinu(UFP) sem hluta af aðal áhöfninni. Við höfum í gegnum þessar 4 þáttaraðir sem gerðar hafa verið séð Vulcana, Betazoida, Klingonna, Trilla, Bajora og Hamskipting, Talaxiann, Borg og Ocampa sem hluta af aðal áhöfn(castinu). En í rauninni eru bara 3 kynstofnar af þeim sem hér eru nefnir hluti af Sambandinu(UFP) en hinir ekki í því. Í næstu þáttaröð væri gaman að sjá kannski fleiri kynstofna sem ERU hluti af Sambandinu einsog t. d. Bolian eða Andorian. Það væri t.d. gaman að sjá Bolian sem hnittin(kannski í anda Scottys) vélstjóra. Þó einstaklingur af kynstofni sem ekki er í Sambandinu(UFP) geti verið Sambands ríkisborgari einsog t.d. Worf var/er. Eitt sem væri kannski skemmtilegt er að sjá að minnsta kosti helminginn af aðal “crewinu” vera af kynstofni öðrum en Mennskum þó DS9 hafi verið sett þannig upp var í raunninni bara ein(Dax) af Starfleet aðal áhöfninni ekki Mennskur(þanngað til að Worf kom auðvitað) Í TNG var t.d. bara Worf eini af aðal áhöfninni sem var ekki mennskur(hér tek ég ekki Data með því hann var nú vélmenni og hér tek ég heldur ekki Ro Laren því hún var bakgrunns carackter) Í VOY eru 4 af aðal starfleet áhöfnninni mennskir og 4 af öðrum kynstofni en aðeins 1(Tuvok) af kynstofni í Sambandinu en þar sem áhöfn Voyager er undir sérstöðum kringumstæðum þá er það í góðu lagi. Ég er sem sagt mjög sáttur við aðal áhöfninni í VOY og líka við DS9. Við höfum séð Klingonna, Bajora og Vulcana í fleiri enn eini þáttaröð og nú væri kannski sniðugt að prófa nýja kynþætti aðra en Vulcanna þó þeir séu gríðalega vinsælir(og bara cool, (það mætti kannski hafa ein sem bakrunnar karakter)) Mér finnst t. d. Að það væri spennandi að sjá Andorian(þó mætti gera aðeins minna úr loftnetunum þeirra).

Þanngað til að ég verð forstjóri Paramount og fer í kyn(stofna)skipti aðgerð og læt breytta mér í Andorian hafiði það gott.