Leikari Kirks, William Shatner segist hafa hugmynd um að endurvekja hið fallandi, að hans mati, Star Trek. Þó ætlar hann ekki að deila hugmyndinni fyrr en Paramount samþykkir.

“Síðustu ár hef ég skrifa vel heppnaðar Star Trek bækur. Ég fékk hugmynd sem ég er viss um að myndi virka ef þeir gefa henni tækifæri.

Mikið hefur verið skirfað um minnkandi gæfu Star Trek, og stöðu þess í samfélaginu - Nemesis náði litlu áhorfi, Enterprise sömuleiðis. Shatner er samt viss um að hann gæti endurvakið þetta, og býður leyfis um að geisla sig um borð.

”Vandamálið er að Paramount á allan rétt á framleiðslu Star Trek, og ég mun ekki eiga hugmyndina ef ég hreinlega gef þeim hana og fæ svo ekki að stjórna.“ Þó segist hann reiðubúinn að falla á milliveginn.

”Þetta er bara byrjun. Kannski jafnvel tekst þeim að ná þessu upp sjálfir, hver veit."

Shatner hefur átt nokkuð erfitt upp á síðkastið vegna fjölmiðlafársins úti, í kjölfar drukknunar eignkonu hans í sundlauginni þeirra, árið 1999. Sjálfur fann hann hana á botni laugarinnar.

Hann segist samt vera að jafna sig og segir sorgina ávallt vísa upp á við ef þú vilt það. Hann sagði að engin hætta væri á að hann annað hvort tæki upp oddmjó eyru eða hinar öfgarnar, feiser.

Hann er búinn að vera að vinna að sjónvarpsþætti sem heitir TekWar en hann hefur ekki gengið vel í Kanadísku sjónvarpi.

Kári Emil

PS. Nafnið Enterprise mun líklega breytast í Star Trek: Enterprise í byrjun 3. seríu. Talið er að þetta hafi með að gera minnkandi vinsældir þáttanna.
Af mér hrynja viskuperlurnar…