Í þættinum Balance of Terror var greint frá því þegar að Rómúlska hlutleysissvæðið var sett á laggirnar milli geims Rómúla og geim bandamanna Manna. Þetta átti að gerast á tímabilinu sem Enterprise gerist á. Hinar miklu erjur milli Manna og Rómula urðu til gerð þessa samnings, en í þeim öllum sýndu Rómúlar sig aldrei.

Á þessari stundu er einmitt mikið talað um hvort að Brannon og Rick ætli að hafa Rómúlsku stríðin í Enterprise eða almennt sleppa þeim, sem greinilegt er að fólki líkar ekki. Ýmsar tillögur frá bjartsýnna fólki hafa komið um mögulega aðdragandann að Rómúlsku stríðunum. Til dæmis er ég viss um að margir hugsuðu um leið og “Framtíðargaurinn” sást fyrst í Enterprise þættinum Broken Bow; Rómúli.

Einnig hefur fólk talið söguþráð sem ég mun ekki nefna hér í þessari grein, í annari seríu Enterprise, aðdraganda að einhverju slíku.

En þangað til að hlutir skýrast, þá höfum við erjurnar við Súlibanana, Andoriana-Vúlkana átökin, Klingonsku lætin og fleiri illþjóðir svo sem Tholiana og vini eins og Tellarita. (Tholinanar og Tellaritar komu sitt hvorir einu sinni fram í TOS, og sitt hvorir hafa einu sinni komið fram í Enterprise).

Kári Emil
Af mér hrynja viskuperlurnar…