Um þessar mundir eru að hefjast tökur á síðustu Star Wars mynd allra tíma og eru menn mikið farnir að spá og spekulera hvernig handritið hjá Lucas kallinum á eftir að smella saman. Ég tek það fram að allt það sem kemur fram hér að neðan gæti verið spoiler og því ráðlegg ég þeim sem eru á móti spoilerum að lesa ekki meira af greininni!

Plottið á að byggjast einhvernvegin svona upp!

Jedi-ráðið uppgötvar nýtt undrabarn sem verður tekið í læri af virtum Jedi-riddara. Upp koma deilur innan Jedi-reglunnar um hvort að þetta barn eða Anakin sé hinn útvaldi. Palpatine notfærir sér þennan glundroða til að rugla Anakin í ríminu og telur honum trú um að Jedi-ráðið sé að ná sér niður á honum fyrir að hafa farið á bak við það (giftingin). Ef hann ætli sér að verða öflugasti Jedi í vetrabrautinni verði hann að fara aðrar leiðir. Undir stjórn Palpatins fer Anakin að svíkja og drepa þá Jedi-riddara sem aðhyllast kenninguna um að hann sé ekki sá útvaldi. Við þetta skapast mikill glundroði og hræðsla á meðal Jedi-reglunnar. Obi Wan er fengin til að rannsaka hver standi á bak við þessi dauðsföll. Honum til mikillar skelfingar kemst hann að því að slóð lærisveins hans tengist mjög sterklega þessu máli. Palpatine verður var við grunnsemdir Obi Wans og ráðleggur Anakin að leiða lærimeistara sinn í gildru. Allt Jedi-ráðið er nánast öruggt um að ekki sé allt með felldu og þegar Anakin boðar Obi Wan á fund sinn á eldfjallaplánetu þá finnst Jedi-ráðinu rétt að Obi Wan taki með sér back-up. Þegar Obi Wan og Mace Windu koma á eldfjallaplánetuna þá mæta þeir einhverju sem líkist lítið Jedi-riddara heldur frekar Sith. Upp hefst mikill bardagi þar sem Mace Windu lætur lífið. Obi Wan nær svo að örkumla fyrirbærið sem er grímuklætt. Við nánari athugun sér Obi Wan að þetta er Anakin og telur hann vera látinn af sárum sínum og flýtir sér til baka til að segja Jedi-ráðinu nýliðna atburði og allt kemst í uppnám. Palpatine sendir skósveina sína (m.a. Grand Moff Tarkin) til að huga að Anakin sem verður síðan færður til aðhlynningar í fylgsnum hins illa Palpatins. Þar fær hann búningin og grímuna sem hjálpa honum að lifa. Með þessum atburðum getur Anakin ekki snúið til baka og hans Jedi ferill er á enda. Þar með tekur hann sér Sith nafnið Darth Vader og upphefst mikil slátrun þar sem hann ásamt Storm-troopers ganga berseks gang um Jedi-Akademiuna og allt sem tengist Jedi-reglunni. Yoda nær að flýja til Naboo og bjarga Padmé og fer með hana til Alderaan þar sem hún fæðir tvíburana. Obi Wan er þegar staddur á Alderaan ásamt Bail Organa. Yoda hefur samband við Obi Wan eftir fæðinguna og felur honum að koma Luke til Tatooin til Owen og Beru. Hann ráðleggur Obi Wan líka að felast þar. Sjálfur flýr hann til Dakoba. Hjá Bail Organa sem er aðili að Alþjóða-þinginu eru Padmé og Leia öruggar.

Þegar Darth Vader ætlar að sækja Padmé til Naboo grípur hann í tómt og í bræði sinni fyrirskipar hann eyðingu plánetunar með hinu nýja vopni. Dauða-stjörnunni. En hann vissi ekki að þegar hann var ný farinn frá plánetunni kom Padmé til að bjarga foreldrum sínum og dó eins og allir íbúar Naboo.

Ég tek það fram að þetta er bara aðalþráðurinn. Það eru margir side - effects eins og Syfo-Dyas, Count Dooku (sem deyr snemma í myndinni), allt í kringum Grand Moff Tarkin og náttúrulega allt fárið út af óléttu Padmé. Ég kaus að fjalla aðeins um plottið með Anakin-Darth Vader.