Ég geri þá aðra tilraun með greinina mína.

Eins og margir eru kannski búnir að komast að og margir eru vafalaust ekki búnir að komast að, þá hefst þriðja sería Enterprise núna eftir nokkra daga í USA.

Nafn hennar (Fyrsta sinn sem sería hefur nafn) er The Journey to the Expanse, en aðdragandinn að þeirri ferð er sá að óþekktar geimverur gera árás á Jörðu og allt lendir í kaos. Augljóslega þá er Enterprise látið elta, og snýst, a.m.k. byrjun seríunnar um þá ferð. Svæðið sem geimverurnar eru taldar búa á kallast The Expanse eða Útþenslan.

Nýjar persónur inn, gamlar út

Samkvæmt traustum fréttamiðli Trekkara, Trektoday.com koma inn nýjar persónur, óbreyttir borgarar frá jörðu sem lenda í einhvers konar harmleik í árásinni. Einnig er mögulegt að Denobulaninn geðþekki Phlox, lendi í vandræðum með að halda áfram með áhöfn Enterprise og einhverjar Vúlkanskar siðareglur gætu komið í veg fyrir að T'Pol haldi áfram á skipinu. Leikonan Jolene Blalock (T'Pol) tekur sér kannski frí frá heimi Enterprise á meðan að á hluta seríunnar stendur. Ekki er vitað um afdrif flotaforingjans okkar, Forrest (Sem skírður er eftir DeForest Kelley (McCoy)) né nokkurra áhafnarmeðlima skipsins.

Gott áhorf

Batnandi áhorf á Enteprise, og möguleg færsla þeirra á tíma til að stuðla að enn meira áhorfi ásamt betri sögum, eru talin nóg ástæða til að Enteprise haldi áfram út þessar lofuðu 7 seríur. Einnig hafa leikararnir staðfest það að þeim er alveg sama um áhorfið og finnst þetta svo gaman að enginn á eftir að koma til með að hætta í náinni framtíð.

Áframhaldandi sögur

Andoriana-málin, sjúkdómur T'Pol og framtíðarvesenið mun halda áfram ásamt því að gamlar geimverur (Tellaritar, Tholianar og fleiri) ásamt Klingonum, Vúlkönum, Andoriönum og Súlibönum munu birtast oftar. Eins og flestir vita núna, þá koma Borgverjar fram í nýlegum þætti, en orðið “Borg” er aldrei sagt. Ég hef lesið handrit þáttarins og einnig áhorfstölur (sem voru góðar á þessum þætti) og viðbrögð áhorfenda og sé það að þátturinn þjónar tímalínunni vel. Áhorfendur virðast hafa verið ánægðir og óreyndir jafnvel hræddir.

——————————————- ———————–

Kári Emil
Af mér hrynja viskuperlurnar…