Ég komst yfir bókina Leslie Halliwell´s film guide þar sem gagnsrýniadninn sá er ber nafn bókarinnar hefur komið saman öllum myndum sem hann hefur séð í Stafrófsröð og dæmt þær ég fletti upp að Star Wars og fann hans dóm og umsagnir annara gangrýnenda og ég held að flestir Star Wars aðdáendur ættu að geta haft gaman af þessu

Star Wars
Hvellgeiri er hér aftur á ferðinni en nú var tímasetningin það fullkomin að myndin varð einstæð í sinni röð og sló eftirminnlega í gegn. Kannski finnur maður fyrir stöku vonbrigðum í gauraganginum…en þetta er vissulega góð og meinlaus afþreying gerð með glæsibrag og hugmyndaflugi. -Leslie Halliwell

Stórkoslegt alþýðulistaverk sem vreðskuldar allan þann auð sem hún hefur rakað saman. -Time

Hávaðinn og gauragangurinn og linnulaus spenna fæla burt allar hugsanir og jagmvel þó maður hafi skemmt sér er maður samt svikinn um eitthvað e.t.v. furðuna. -New Yorker

Innantóm flugeldasýning tendruð af leikstjóra sem er þroskeheftur til frambúðar en á skítnóg af peningum. -Time Out

The Empire Strikes Back
En ein stórskemmtileg ævintæyramynd sem gerist í geimnum, alveg jafn heimskuleg og Star Wars en alveg jafn skemmtileg fyrur fíkla. -Leslie Halliwell

Goðsagnaundirtónninn er henni mikill fjötur um fót en hún er hugmyndarík, gamansöm og leikbrellurnar eru engi síðti en hjá forveranum. -New Yorker

The Return of the Jedi
Við bótarskammtur af rándýrri fantasíu handa börnum heimsbyggðarinnar á öllum aldri einkum þeim er gefa litlar kröfur. -Leslie Halliwell

Ég dáist af hinni feikilegu tækni og hæfileikum sem koma við sögu í þessum kvikmyndum en hugmyndin að bakirisavöxnu tölvuleikjum í háloftunum er hrútleiðinleg. -Daily mail

Ópersónuleg og ómerkileg kvikmyndagerð. -New Yorker

Ekkert er sérstakt nema brellurnar. -Sight and Sound

Þetta kom mér sodið á óvart en ég vona innilega að þetta muni kannski koma af stað einhverri umræðu hér þar sem fólk er soldið farið að kvarta yfir lífleysi áhugamálsins

kveðja
MC3