ok komum einhverri umræðu í gang hérna….

vinsamlegast kommentið á þetta ef þið hafið séð unimatrix zero 1 & 2

Hvernig fannst ykkur þessi þáttur….

Þrátt fyrir að heildarplottið hafi litið ágætlega út á blaði þá fannst mér framkvæmdin alveg meingölluð

Í fyrsta lagi:
Fyrsti koss seven of nine (þetta var kynnt þannig í conan obrien og í usa fjölmiðlum)

Í öðru lagi:
a)Kapteinninn er samlagaður rétt fyrir endan á pt1 sem er hugmynd beint úr endurvinnslunni (best of both worlds pt1) en þeir vildu skapa einhverja spennu… EN
b)þú þurftir að vera alger heilalaus kani til þess að sjá ekki í gegnum það að þau hafi planað það….

Í þriðja lagi:
Borg (drag)drottningin gerir ekkert annað en að tala (með munninum) við “þegna sína” sem er hrópandi mótsögn við það að hún átti ekki að vera persóna…. hún átti að vera persónugerfing Borg heildarinnar…. aðminnstakosti hefur hún sýnt það í verki nógu oft að hún heyrir hugsanir drónana og þeir heyra hennar….. OG samt þarf hún að hrella og pína hennar eigin dróna til þess að ná upplýsingum úr þeim .
Borgarnir líta bara orðið meira og meira út eins og eitthvað heimsveldi, smbr. þýskaland nazismans…

Í fjórða lagi:
Þetta er þriðji tveggja-hluta þátturinn, þar sem að Voyager lendir í einhverjum vandræðum með Borgverja, og eins og stendur þá stendur Scorpion ennþá uppúr.. Það er bara svo rosaleg Dark Frontier lykt af Unimatrix Zero.

Í fimmta stað:
Þessi punktur er næstum því fyndin. Hjarta sögu Uni-MATRIX Zero er totalrippoff úr matrix.

MATRIX:Tölvur og vélar, sem leita að fullkomnun og álíta manninn vera ófullkomna lífræna veru, hafa sigrað mannkynið OG nota það sér til hagræðingar og draga platmynd fyrir augun á mannkyninu til þess að það átti sig ekki á hinum hræðilega sannleika.

UniMatrix:Tölvur og vélar, sem leita að fullkomnun og álíta manninn vera ófullkomna lífræna veru, hafa sigrað marga kynþætti ið OG nota það sér til hagræðingar, en þau draga sjálf platmynd fyrir augun á sér til þess að það þurfi ekki að takast á við hinnn hræðilega sannleika.

(en í raun og veru má alveg tala um það að matrix hugmyndin sé líka svolítil borg hugmynd þannig að star trek var kannski að hefna sín ?!)

Í sjötta lagi:
Hversu pathetic og weak eiga Borgverjar að verða….Einu sinni voru þeir kick ass-imilating machine sem ekkert gat stöðvað. En í staðinn fyrir það að hetjurnar okkar þurfi að vinna sig út úr vandanum virðist vera auðveldara fyrir handritshöfundina að gera borgverja gallaðri og gallaðri eftir þörfum …….. og þó kannski samlöguðu Borgverjar óvart skuggabarinn…

Ég nenni þessu ekki lengur…. bæti kannski meira við ef ég er í stuði